Úrval - 01.12.1976, Page 98

Úrval - 01.12.1976, Page 98
96 URVAL Jutte stóð með ákafan hjartslátt, þegar hamarinn flaug út í myrkrið. Þau heyrðu grönnu nælonlínuna renna út með hinu gamalkunna silki- skrjáfí. Um hausinn á hamrinum hafði verið bundin svampþynna, til að draga úr dynknum, er hann kæmi niður. Línuvafningarnir við fætur þeirra hurfu með miklum hraða, og svo var línan spennt og kyrr út í loftið. Þau sáu hamarinn liggja á jörðinni, fjórum hæðum fyrir neðan þau og í um 15 metra þeinni línu frá kaststaðnum, og sjálflýsandi máln- ingin sást greinilega í myrkrinu. Hamarinn hafði lent þremur metrum innan við múrinn að vestanverðu. Eftir stutta bið kom skuggi skríð- andi frá múrnum, rétti sig upp til hálfs og hljóp að hamrinum, hremmdi hann eins og fiskur, sem grípur beittan öngul, og rann saman við skuggann. í fjarska heyrði fjölskyldan á þakinu niðinn af umferðinni í Vest- urberlín. Það hafði stytt upp, en í staðinn var kominn kuldanepja. Heinz beið — beið uns hann taldi, að vinir hans hefðu fest línuna við stálvírinn. En þegar hann kippti í línuna, lét hún ekki undan. Sam- kvæmt samkomulaginu þýddi það, að þeir niðri væru ekki tilbúnir. Seinkunin stóð næstum klukku- tíma. Eitthvað hafði gengið úrskeið- is. En hvað? í fyrsta lagi hafði vírinn flækst í nokkra lága runna á auðu lóðinni, og vesturþýsku hjálparmennirnir urðu að skríða fram og losa hann. Því næst gleymdu þeir að slaka á lín- unni eins og ákveðið hafði verið. í. hvert sinn, sem Heinz rykkti í línuna, virtist hún föst. Báðir aðilar veltu því fyrir sér, hvort hinir hefðu séð eitthvað, sem farið hafði fram hjá öðurm. Það var aldrei að vita. Meðan Heinz beið eftir þeim, biðu þeir eftir Heinz. Gúnther tilkynnti að hann þyrfti að pissa. Mamma hans bað hann að gera það liggjandi á hliðinni. Það fannst honum fáránlegt og reis upp, en enginn sá þessa grannvöxnu skuggamynd, sem bar við himin. Loks kippti Heinz harkalega í lín- una. Það skildist bersýnilega, því allt í einu var hún laus. Hann fann greinilega sveifluna á þungum vírn- um í hinum endanum. Nokkrum mínútum seinna drógu hann og Jutta, másandi og blásandi, fyrsta meterinn af vírnum inn yflr þakbrún- ina. Nú lá vírinn skáhallt upp, frá vestri tii austurs, hátt yfir ljósamöstr- unum, makaður í tjöru til að sjást síður. Enn heyrðist ekki frá landa- mæravörðunum, sem greinilega voru grunlausir. Heinz vafði vírinn í flýti um flagg- stöngina og festi tryggilega með vírlás. Svo gaf hann ljósmerki, sem þýddi að þau væru tilbúin. Hinum megin tók nokkrar mínútur að festa þann enda kapalsins og strengja, en stuttu síðar var gefíð þar grænt ljós- merki, sem þýddi að allt væri tilbúið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.