Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 98
96
URVAL
Jutte stóð með ákafan hjartslátt,
þegar hamarinn flaug út í myrkrið.
Þau heyrðu grönnu nælonlínuna
renna út með hinu gamalkunna silki-
skrjáfí.
Um hausinn á hamrinum hafði
verið bundin svampþynna, til að
draga úr dynknum, er hann kæmi
niður. Línuvafningarnir við fætur
þeirra hurfu með miklum hraða, og
svo var línan spennt og kyrr út í
loftið. Þau sáu hamarinn liggja á
jörðinni, fjórum hæðum fyrir neðan
þau og í um 15 metra þeinni línu frá
kaststaðnum, og sjálflýsandi máln-
ingin sást greinilega í myrkrinu.
Hamarinn hafði lent þremur metrum
innan við múrinn að vestanverðu.
Eftir stutta bið kom skuggi skríð-
andi frá múrnum, rétti sig upp til
hálfs og hljóp að hamrinum,
hremmdi hann eins og fiskur, sem
grípur beittan öngul, og rann saman
við skuggann.
í fjarska heyrði fjölskyldan á
þakinu niðinn af umferðinni í Vest-
urberlín. Það hafði stytt upp, en í
staðinn var kominn kuldanepja.
Heinz beið — beið uns hann taldi,
að vinir hans hefðu fest línuna við
stálvírinn. En þegar hann kippti
í línuna, lét hún ekki undan. Sam-
kvæmt samkomulaginu þýddi það,
að þeir niðri væru ekki tilbúnir.
Seinkunin stóð næstum klukku-
tíma. Eitthvað hafði gengið úrskeið-
is. En hvað?
í fyrsta lagi hafði vírinn flækst í
nokkra lága runna á auðu lóðinni,
og vesturþýsku hjálparmennirnir
urðu að skríða fram og losa hann. Því
næst gleymdu þeir að slaka á lín-
unni eins og ákveðið hafði verið. í.
hvert sinn, sem Heinz rykkti í línuna,
virtist hún föst. Báðir aðilar veltu því
fyrir sér, hvort hinir hefðu séð
eitthvað, sem farið hafði fram hjá
öðurm. Það var aldrei að vita. Meðan
Heinz beið eftir þeim, biðu þeir eftir
Heinz.
Gúnther tilkynnti að hann þyrfti
að pissa. Mamma hans bað hann að
gera það liggjandi á hliðinni. Það
fannst honum fáránlegt og reis upp,
en enginn sá þessa grannvöxnu
skuggamynd, sem bar við himin.
Loks kippti Heinz harkalega í lín-
una. Það skildist bersýnilega, því
allt í einu var hún laus. Hann fann
greinilega sveifluna á þungum vírn-
um í hinum endanum. Nokkrum
mínútum seinna drógu hann og
Jutta, másandi og blásandi, fyrsta
meterinn af vírnum inn yflr þakbrún-
ina. Nú lá vírinn skáhallt upp, frá
vestri tii austurs, hátt yfir ljósamöstr-
unum, makaður í tjöru til að sjást
síður. Enn heyrðist ekki frá landa-
mæravörðunum, sem greinilega voru
grunlausir.
Heinz vafði vírinn í flýti um flagg-
stöngina og festi tryggilega með
vírlás. Svo gaf hann ljósmerki, sem
þýddi að þau væru tilbúin. Hinum
megin tók nokkrar mínútur að festa
þann enda kapalsins og strengja, en
stuttu síðar var gefíð þar grænt ljós-
merki, sem þýddi að allt væri tilbúið.