Úrval - 01.12.1976, Síða 99

Úrval - 01.12.1976, Síða 99
YFIR MÚRINN 97 Giinther átti að fara fyrstur. Hann var þeirra léttastur, en ekki létt- vægastur. Jafnvel þótt landamæra- verðirnir sæu til ferða hans, yrðu þeir varla nógu fljótir að grípa skotvopn sín til þess að ná þeim, sem fyrstur færi. Ferðin niður tæki varla meira en fjórar til fímm sekúndur. Giinther hotfði steinþegjandi á foreldra sína festa trissuna utan um vírinn. Þetta var allt saman harla lítið traustvekjandi að sjá, en Heinz var góður handverksmaður áður en hann varð skipuleggjandi, og hann hafði unnið sitt verk vel. Trissan var úr tré, 20 sentimetrar í þvermál, með djúpri rauf, sem féll ofan yfir vírinn. Tréð hafði hann styrkt með krossviði og skrúfað nöf úr reiðhjóli í gat í miðjunni. Upp á nafarendana gekk svo u-laga járnrör, utan um vírinn, til þess að halda trissunni réttri á honum, og neðst á u-inu var járnstöng sem þverslá. Jutta hafði saumað hverjum fjölskyldu- meðlim eftir máli burðarbelti úr sterku húsgagnagyrði. Gunther beygði sig undir vírinn, meðan foreldrar hans gengu trygg- lega frá burðarbelti hans á þverslánni og til öryggis settu þau leðuról utan um hann og burðarbeltið. Jafnvel þótt hann missti takið á þverslánni, gæti hann ekki runnið úr burðar- beltinu. Nú tók Heinz fram svamppjötlu. Þau höfðu haft með sér flösku af klóróformi, en þótti ekki bera nauð- syn til að nota hana. Samt var alltaf möguleiki á, að Gunther æpti ósjálf- rátt upp yfír sig af hræðslu á leiðinni niður. Pabbi hans var svamppjötlu upp að andlitinu á honum. , ,Settu þetta upp í þig og bíttu fast um það.” En sonurinn hristi höfuðið. ,,Þess þarf ekki.” sagði hann. Nú kom í ljós, að vírinn var festur of neðarlega á flaggstöngina, svo hann þrýstist niður í'þakbrúnina. Ef farþegi svifbrautarinnar átti að komast fram af þakinu, varð að lyfta kaplinum. Heinz setti öxlina undir vírinn og spennti hann upp, en Jutta ýtti létt á son sinn. Drengurinn rann hljóðlaust út yfír kantinn og hvarf út í myrkrið. Hann náði varla að gera sér grein fyrir fljúgandi ferðinni, meðan hann þaut niður með áköfum hjartslætti. Vindurinn þrýstist á móti honum og hann fremur skynjaði en sá ljósrák- ina meðfram múrnum þjóta fram hjá fyrir neðan sig. Svo rakst hann á mann með framrétta, sterka hand- leggi. Andartaki síðar var hann á laus úr burðarbeltinu, og stóð í votu illgresinu á auðu lóðinni, með múrinn að baki. Hann hafði enn ekki gefíð minnsta hljóð frá sér. Uppi á þakinu biðu Jutta og Heinz spennt eftir græna ljósinu, sem átti að segja þeim, að Gúnther væri kominn niður heilu og höldnu. Þegar það kom, gáfu þau merki um að sá næsti væri að koma. Svo sveif Jutta af stað með aðra töskuna bundna um hálsinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.