Úrval - 01.12.1976, Síða 100

Úrval - 01.12.1976, Síða 100
98 ÚRVAL Lögreglumennirnir drifu móður og son í flýti í öryggi og yl næstu lög- reglustöðvar. Þeir voru í senn undr- andi og hrifnir af þessari djörfu flóttaaðferð. En vírinn hékk strengdur og kyrr í loftinu. Enginn titringur gaf til kynna, að þriðji farþeginn væri á leiðinni. EN HEINZ BARÐIST örvænting- arfullri baráttu uppi á þakinu. Hann varð að þvinga vírinn hærra á flagg- stöngina. Hann gat aðeins þumlung- að honum örlítið upp. Hann rykkti harkalega í vírinn til þess að fá þá niðri til að slaka á honum, en þeir misskildu þessa snöggu, krampa- kenndu rykki. Þeir beindu sjónauk- um sínum upp og sáu ekki betur en Heinz lægi í kuðli undir flagg- stönginni. ,,Mein Gott,” sagði einn þeirra. , ,Hann hefur hengt sig! ” En vírinn hélt áfram að rykkjast, og einn vinanna hljóp á lögreglu- stöðina til þesS að spyrja Juttu ráða. ,,Slakið á vírnum,” sagði hún. „Slakið á honum undir eins!” Nokkrum mínútum síðar hafði Heinz meiri vír til ráðstöfunar. Ekki eins mikið og hann hefði kosið, en nóg til að færa vafningana nokkrum sentimetrum hærra. Hann varð að látasérþað nægja. Það var engin leið að koma hinum í skilning um, að þeir yrðu að slaka svolítið meira á, vírnum. Hann gekk frá síðustu triss- unni og festi burðarbeltið sitt við þverslána. Síðan stakk hann höfðinu gegnum burðarólina á töskunni, sem hann hafði eftir, þeirri sem geymdi pappíra fjölskyldunnar. Hann horfði ofan eftir vírnum, sem var strengdur nokkra sentimetra yfir þakbrúninni. Hann sá í hendi sér, að hann myndi varla komast þetta, út yfir brúnina. En það var ekki annað að gera. Nú yrði að arka auðnu. Hann greip báðum höndum um vírinn rétt neðan við trissuna, og þrengdi sér svo á bakinu milli vírs- ins og brúnarinnar. Fyrst renndi hann fótunum fram af, síðan kroppnum. Eitt andartak hékk hann þarna og sveiflaðist yfir Nieder- kirchenstrasse. Svo sleppti hann vírnum og greip um þverslána. Hann fann snöggan rykk, og hrapaði í áttina niður. Trissan hafði ekki verið lögst með raufina ofan á vírinn. En búnaðurinn hélt, trissan hitti rétt á og burðarbeltið dugði. Ferðin varhafin, flugferðin til frelsis- ins. í fallinu hafði bandið á töskunni slitnað. Taskan hvarf út í myrkrið og lenti á „dauðasvæðinu”, meðan Heinz var enn í loftinu. Skellur- inn, þegar hún kom niður, var eins og skammbyssuhvellur, og mennirnir sem biðu hans, dauðhrukku við. En Heins var kominn yfir múrinn. Áður en nokkur náði að hreyfa sig, skall hann á þeim eins og fallbyssu- kúla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.