Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 100
98
ÚRVAL
Lögreglumennirnir drifu móður og
son í flýti í öryggi og yl næstu lög-
reglustöðvar. Þeir voru í senn undr-
andi og hrifnir af þessari djörfu
flóttaaðferð.
En vírinn hékk strengdur og kyrr í
loftinu. Enginn titringur gaf til
kynna, að þriðji farþeginn væri á
leiðinni.
EN HEINZ BARÐIST örvænting-
arfullri baráttu uppi á þakinu. Hann
varð að þvinga vírinn hærra á flagg-
stöngina. Hann gat aðeins þumlung-
að honum örlítið upp. Hann rykkti
harkalega í vírinn til þess að fá þá
niðri til að slaka á honum, en þeir
misskildu þessa snöggu, krampa-
kenndu rykki. Þeir beindu sjónauk-
um sínum upp og sáu ekki betur en
Heinz lægi í kuðli undir flagg-
stönginni.
,,Mein Gott,” sagði einn þeirra.
, ,Hann hefur hengt sig! ”
En vírinn hélt áfram að rykkjast,
og einn vinanna hljóp á lögreglu-
stöðina til þesS að spyrja Juttu ráða.
,,Slakið á vírnum,” sagði hún.
„Slakið á honum undir eins!”
Nokkrum mínútum síðar hafði
Heinz meiri vír til ráðstöfunar. Ekki
eins mikið og hann hefði kosið, en
nóg til að færa vafningana nokkrum
sentimetrum hærra. Hann varð að
látasérþað nægja. Það var engin leið
að koma hinum í skilning um, að
þeir yrðu að slaka svolítið meira á,
vírnum. Hann gekk frá síðustu triss-
unni og festi burðarbeltið sitt við
þverslána. Síðan stakk hann höfðinu
gegnum burðarólina á töskunni, sem
hann hafði eftir, þeirri sem geymdi
pappíra fjölskyldunnar.
Hann horfði ofan eftir vírnum,
sem var strengdur nokkra sentimetra
yfir þakbrúninni. Hann sá í hendi
sér, að hann myndi varla komast
þetta, út yfir brúnina. En það var
ekki annað að gera. Nú yrði að arka
auðnu. Hann greip báðum höndum
um vírinn rétt neðan við trissuna, og
þrengdi sér svo á bakinu milli vírs-
ins og brúnarinnar. Fyrst renndi
hann fótunum fram af, síðan
kroppnum. Eitt andartak hékk hann
þarna og sveiflaðist yfir Nieder-
kirchenstrasse. Svo sleppti hann
vírnum og greip um þverslána.
Hann fann snöggan rykk, og
hrapaði í áttina niður. Trissan hafði
ekki verið lögst með raufina ofan á
vírinn. En búnaðurinn hélt, trissan
hitti rétt á og burðarbeltið dugði.
Ferðin varhafin, flugferðin til frelsis-
ins.
í fallinu hafði bandið á töskunni
slitnað. Taskan hvarf út í myrkrið og
lenti á „dauðasvæðinu”, meðan
Heinz var enn í loftinu. Skellur-
inn, þegar hún kom niður, var eins
og skammbyssuhvellur, og mennirnir
sem biðu hans, dauðhrukku við.
En Heins var kominn yfir múrinn.
Áður en nokkur náði að hreyfa sig,
skall hann á þeim eins og fallbyssu-
kúla.