Úrval - 01.12.1976, Síða 101
YFIR MURINN
99
ÞAÐ BIRTI í lofti, og nóttin var
líka á undanhaldi. Gunther ogjutta
biðu á lögreglustöðinni. Þau voru yfir
sig þreytt og gátu varla barist við að
halda augunum opnum. Enn hafði
ekkert sést til austurþýsku landa-
mæravarðanna, sem bráðum fengju
að halda heim, þegar dagvaktin tæki
við. Þeir höfðu bersýnilega hvorki
heyrt töskuna falla né séð vírinn eða
verurnar þrjár, sem renndu sér ofan
hann. En þegar morguninn risi,
myndi öll Berlín sjá tjörusvartan
vírinn, sem strengdur var frá flagg-
stönginni á þaki stjórnarráðsins í
Austurberlín yflr múrinn niður á
óbyggða lóð í Vesturberlín.
Þegar birti af degi, sátu Heinz og
Jutta með vinum sínum á hótelher-
bergi, mösuðu og hlógu og reyktu.
Vesturþýsku lögreglumennirnir voru
farnir heim á stöð að gefa skýrslu.
Giinther, sem bráðlega yrði stoltur
eigandi að nýju reiðhjóli, steinsvaf í
herberginu hjá þeim. Og þegar
vírinn hafði um hríð hangið eins og
svart skástrik í grárri morgunskím-
unni, klöngraðist einmana landa-
mæravörður upp á múrinn og dró
hann austur yfir.
NÚ BÝR HOLZAPFEL-fjölskyldan
glöð og ánægð í Munchen. Heinz
vinnur í sportvöruverlun, og Jutta er
bókari í bókaforlagi. Gunther fyrsti
farþegi svifbrautarinnar yfir múrinn
er nú tvítugur og hefur nærri lokið
herskyldutíma sínum í vesturþýska
varnarliðinu. Ekkert þeirra hefur
iðrastflóttans.
★
Hið ánægjulega í þessu lífi er ánægjulegar hugsanir. Lífslistin er
fólgin í því að eiga þær sem flestar.
Michel de Montaigne.
Sú kunnátta að tala mörg tungumál er kostur, að geta þagað á einu
er ómetanlegt.
Spokos.
Það eru augu annarra, sem setja okkur á hausinn. Ef allir aðrir væru
blindir, væri mér rétt sama þótt húsið mitt og innanstokksmunirnir
væri hvort tveggja forljótt.
Benjamín Franklín.
Verðbólga er það fyrirbrigði, sem hefur það i för með sér að eina
leiðin til að bjarga peningunum er að eyða þeim.
O.M.