Úrval - 01.12.1976, Síða 110
108
Orval
honum, nema hann væri nákominn
ættingi.
Ég er nágranni, að minnsta kosti,
og einskonar ættingi, og mér væri
gleði að því að skila eigandanum
þessum dýrgrip. Ég þeið hans þetta
kvöld, vonaðist eftir, að hann kallaði
til mín frá trjáröðinni að baki mér.
En sólin lækkaði óðum, nóttin var á
næsta leyti, og það heyrðist ekkert
kall, ég vissi, að hann hafði gefið
leitina upp á bátinn og farið burt. Ef
til vill var honum eins farið og mér
nú, kvöldverður beið og kólnaði og
eiginkonan varð óánægð yfir svona
tilgangslausu rápi. Og svo tapaði
hann þessu dásamlega vopni.
En ég mun koma aftur, ættingi. Ef
til vill getum við eitthvert kvöldið
setið saman á stóra steininum þarna í
vesturjaðri engisins, og ég skal skila
þér þessum ágæta örvaroddi og við
gætum tekið tal saman um stund.
Hversu snjall varst þú ekki að búa
til þennan örvarodd. Ég er hræddur
um, að fremsti oddurinn hafi brotn-
að og örin blátt áfram fúnað í duft.
En verkið, löngu stundirnar, sem þú
varðir til að skapa þetta vopn, er enn
til vitnis, í hvassri, hættulegri egg-
inni.
Margt hefur breyst slðan þú gekkst
um þessar slóðir. Dádýrin eru horfin.
Ég sé stöku sinnum kanínu. En sumt
er eins fyrir okkur báðum — morg-
unmistur og sumareldingar, fyrsti
haustlitur laufsins, og að vetrinum
spor eftir fugla í snjónum. Einu
sinni, rétt hérna handan trjánna, sá
ég ref.
Jæja, örvaroddurinn þinn. Á hvað
varstu að skjóta þennan dag? Óvin,
hryllilega málaðan og kominn frá
fjarlægu landi, og hafði svarið við
guði sína að myrða þig? Eða var það
kanína að eta eitthvað grænt og
safaríkt, óvitandi um hljóðlega komu
þína?
Eða gat það verið, að þú hafir
miðað ör þinni á sólina? Ef svo hefur
verið, varstu ekki langt frá markinu,
þú með þínar liðugu hendur og
óraunverulegu drauma. Auðvitað var
það sólin, sem þú miðaðir þessum
örvaroddi á, svo snilldarlega gerðum,
svo fögrum...
íkorni, segirðu? Og þú misstir
marks? Og þú reyndir að setja á þig
með augunum staðinn, þar sem örin
kom niður, og þú gekkst fram og
aftur um engið, en þín dýrmæta ör
var með öllu horfin, og það var
næstum komin nótt og næstum vetur
og allt, sem þú gerðir var rangt. Og
hér var enginn til að segja þér, hve
dásamlegurþú varst, næstum eins og
guð.
Það er orðið áliðið, ættingi, og þér
er umhugað um að fara. Ég sé þig
ekki í myrkrinu. Ég vænti þú kærir
þig ekki um skemmdan dýrgrip
þinn. Gott og vel ég skal geyma hann
og minnast þín og sýna þér hann,
næst þegar við hittumst.