Úrval - 01.12.1976, Page 114
112
LJRVAL
langtum stærri áhorfendahópi en
áður var. Því væri rangt að segja að
sjónvarpið ógnaði tilveru kvikmynd-
anna. En það hefur vissulega haft í
för með sér aukna aðgreiningu í
kvikmyndalistinni, unnt hefur verið
að taka tillit til sérstakra áhorfenda-
hópa, sem fara ekki í bíó eingöngu
í þeim tilgangi að drepa tímann,
heldurí leit að list.
Hvor fjölmiðillinn um sig hefur
sem sé fengið tækifæri til að þróa sína
sérstöku möguleika óhindrað. Sjón-
varpið hefur á vissan hátt losað
kvikmyndina við mörg verkefni og
skyldur sem hún hafði hér áður fyrr
vegna þess að sjónvarpið var ekki til.
Hér er einkum um að ræða frétta-
myndir og heimildarmyndir, sem
hafa fengið miklu betra áhrifasvið í
sjónvarpi, en einnig á þetta við um
þau svið þar sem kvikmyndin var í
rauninni miðlari annarra listgreina:
kvikmyndað leikhús, tónleika, ævi-
sögurþekktra listamanna, svo ekki sé
minnst á sjónvarpsþættina sem
byggjast á kvikmynduðum skáldsög-
um.
Slík verkaskipting mun tvímæla-
laust stuðla að því að kvikmynda-
listin geti af meiri alvöru og
dirfsku snúið sér að skapandi til-
raunastarfsemi.
Af því sem hér hefur verið sagt, má
draga þá ályktun að sjónvarpið sé að
þróast í átt til að verða aðalfjöl-
miðillinn, en hinir fjölmiðlarnir verði
stöðugt sérhæfðari vegna áhrifa sjón-
varpsins, og losni um leið við auka-
verkefni, sem sé jákvætt fyrir listrænt
gildi þeirra.
Einnig er augljóst, að því meiri
áherslu sem sjónvarpið leggur á að
þróa smekk og fagurfræðilegar kröfur
áhorfenda sinna, því betur stuðlar
það að því að ala upp nýja að-
dáendur kvikmynda, leikhúss og
bókmennta, og þvHbetri aðstæður
skapar það sjálfu sér til að þróa sína
sérstöku möguleika.
SILFURSJÓÐUR FRÁ TÍMUM TIMUR LENKS
Grafa, sem var að störfum við þorpið Saksakjlink í grennd við
Samarkand í sovésku Mið-Asíu, kom upp með steinda leirkrukku í
skóflukjaftinum, og þegar menn fóru að skoða krukkuna nánar kom í
ljós, að í henni voru 600 silfurpeningar frá byrjun 15. aldar, þar af voru
nokkrir af áður óþekktri sláttu. Þessir athyglisverðu peningar voru
slegnir af Muhammed soldáni, sonarsyni Timur Lends hins mikla, sem
hann hafði útnefnt erfingja sinn og þar með gengið fram hjá sonum
sínum. Muhammed var ríkisstjóri í fjarveru Timurs en lést áður en
hann settist í hásætið, og þess vegna fóru peningarnir aldrei í umferð.
Aðrir peningar, sem ekki hafa heldur fundist áður, eru slegnir af
raunverulegum eftirmanni Timurs, Khalil soldáni.