Úrval - 01.12.1976, Síða 116

Úrval - 01.12.1976, Síða 116
114 ÚRVAL hersins, fá nú laun sín send sjálfkrafa inn á bankareikninga sína með hjálp segulræmu. Hálf milljón í viðbót sendir reglulega greiðslur fyrir húsa- leigu, lán, ýmsa reikninga, o.s.frv., á sama hátt, þ.e. án þess að skrifa undir nokkuð annað en hið upp- haflega leyfi, sem þeir gefa til, að slíkt sé gert. Við peningakassana í nokkur hundruð kjörbúðum í Bandaríkjun- um er nú ekki lengur þörf fyrir að láta af hendi reiðufé né ávísanir. Afgreiðslumaðurinn stingur bara „debitspjaldi” þínu, sem er úr plasti, í rafeindatæki, sem er 1 síma- sambandi við tölvu í bankanum, þar sem þú átt reikning, og vöruúttekt þín er tafarlaust yfirfærð frá banka- reikningi til bankareiknings kjörbúð- arinnar. I mörgum borgum er nú hægt að útkljá flestöll bankaviðskipti allan sólarhringinn alla daga ársins án nokkurrar mannlegrar aðstoðar. Sjálfvirkum gjaidkeravélum er komið fyrir í kjörbúðum, fjölbýlishúsum, flugstöðvum, verksmiðjum, sjúkra- húsum eða á útveggjum banka. Þar geturðu fengið upplýsingar um bankareikningsinnistæðu þína, ávís- að allt upp í 100 dollara á dag úr reikningi þínum, lagt reiðufé eða ávísanir inn á bankareikning þinn, fært upphæðir á mílli sparifjár- reiknings, ávísanareiknings og láns- reiknings, og fengið jafnframt prent- aða kvittun fyrir öllum slíkum bankaviðskiptum. í Minneapolis (og 12 öðrum byggðarlögum) geturðu útkljáð ýmiss konar viðskipti án þess að yfirgefa heimili þitt. Með því að ýta á rétta hnappa á ,,Touch tone” talsímanum þínum, gefurðu tölvu í bankanum, sem þú geymir sparifé þitt í, skip- un um að senda upphæðir úr reikn- ingi þínum þar til reikninga versl- ana, rafveitu og annarra fyrirtækja í sama banka. Þar er ekki um neina pappíra að ræða nema.mánaðarlegan yfirlitsreikning yfir bankaréikníng þinn og innistæðu þina. Eitthvað þessu líkt hlaut að gerast, vegna þess að þáttur ávísana í við- skiptum er orðinn algerlega óhófleg- ur. í fyrra voru skrifaðar meira en 27 milljarðar ávísana í Bandaríkjunum. Búist er við, að þessi tala verði komin upp í 42 milljarða árið 1980, og er útlit fyrir, að þetta ávísanaflóð muni þá hafa kaffært allt bankakerfið. Ávísanir eru líka dýrar. Ríkisstjórn- völd Bandaríkjanna eyða 100 millj- ónum dollara í að útbúa og koma til skila þeim 650 milljón ávísunum, sem þau gefa út árlega, og kostn- aðurinn á hverja ávísun í iðnað- inum er jafnvel hærri. Kostnaður- bankanna við að meðhöndla hverja ávísun er frá 13 til 35 cent eða jafn- vel enn meiri, ef um er að ræða við- skipti við banka í öðrum borgum. Og kostnaður þinn, af því að borga reikning með ávísun er yfirleitt a.m.k. 23 cent, þar með talið póst- burðargjald og þjónustugjald. Áætl- aður heildarkostnaður allrar banda- rísku þjóðarinnar af meðhöndlun allra þeirra ávísana, sem gefnar eru út á ári hverju í Bandaríkjunum, er yfir 10 milljarðar dollara. Enda þótt fjárfestingarkostnaður við að breyta ávísanakerfinu yfir í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.