Úrval - 01.12.1976, Page 122
120
URVAL
saman samlagninguna við peninga-
kassann í kjörbúðinni með hjálp
vasatölvunnar sinnar, eru krakkarnir
að reikna út markameðalfjölda í
keppnum og heimilisfaðirinn er að
reikna út, hve mikið timbur hann
þarf 1 nýju veröndina.
Meðan stóð á tengingu Apollo-
og Soyuzgeimfaranna 1 júlí, báru
bandarísku geimfararnir vasatölvu á
sér til vara, ef ske kynni, að aðal-
tölvukerfið bilaði. Breskir leiðangurs-
menn, sem héldu nýlega í leiðangur
upp á Everesttind í Himalajafjöllum,
höfðu með sér vasatölvu til þess að
hjálpa sér til þess að reikna út byrði
og laun Sherpa-leiðsögu- og burðar-
mannanna. I sumum japönskum
bönkum eru hin gömlu, hefðbundnu
abacusreiknitæki tekin að víkja fyrir
vasatölvum. Jafnvel siglingafræðing-
urinn á „Courageous”, skútunni,
sem varð sigurvegari í amerísku
bikarsiglingakeppninni í fyrra, þakk-
ar vasatölvunni sinni það, að honum
tókst svo vel að reikna út ákjós-
anlegustu siglingaleiðina.
Geysilega ör dreifing vasatölvunn-
ar hófst í smáum stíl árið 1970.
Árið 1974^ keyptu ákafir kaupendur
samtals 12 milljón stykki, og í ár mun
salan fara fram úr 16 milljón stykkj-
um. ,,Það er ekki um að ræða neina
sambærilega aukningu í gervallri
sögu sölumennskunnar, ” segir
Benjamin Rosen í New Yorkborg, en
hann er verðbréfasérfræðingur. Þegar
fyrstu vasatölvurnar komu fram,
kostuðu þær um 400 dollara. Nú
kosta litlar vasatölvur 14 dollara 95
cent, og sérfræðingar búast við því,
að fyrir árslok verði verð þeirra komið
niður fyrir 10 dollara. „Neytendum
er veitt sllkt tækifæri til þess að gera
góð kaup, að þess eru engin önnur
dæmi. ”
Nýjasta afbrigði vasatölvunnar,
sem er geysilega snjöll og svo lítil,
að hægt er að halda henni 1 lófa sér
við útreikning, getur gert næstum
allt það sem heil rafeindareiknikerfi
voru fær um fyrir nokkrum áratug-
um, kerfi, sem í voru 17.000 til
18.000 „vacuum tubes”, vógu 30
tonn, voru á stærð við geymsluher-
bergi í vörugeymslum og kostuðu
hálfa milljón dollara. „Grundvall-
arvasatölvan” getur lagt saman,
dregið frá, margfaldað og deilt
leiftursnöggt og með fullu öryggi.
Dýrari afbrigði vasatölvanna sem
hafa minnisbanka, geta reiknað út
vexti, gjöld og skatta og flugleið
flugvéla. Og þar er um að ræða vélar,
sem eru 270.000 sinnum minni en
fyrirrennarar þeirra, nota 300.000
sinnum minni orku og hafa nokkrum
tugum þúsunda sinnum færri hluta.
Kjarni þessarar furðulegu vel-
gengni er fólginn í örlitlum geim-
aldar- „heila” sem er ekki stærri en
fingurnögl á ungbarni og ekki dýrari
en „gallon” (4 1/2 lítrar) af mjólk.
í hverjum „heila” er kristall eða
„plata” úr hreinu silikon, en í yfir-
borð hennar, sem líkist spegli, eru
rist jafngiidi þúsunda ,,transistora”,
og eru risturnar svo fíngerðar, að þær
verða ekki aðgreindar berum augum.
Þessi tækni ber heitið MOS/LSI
(metal-odide semiconductor /large-
scale integration), og er hið nýjasta á
sviði örrafeindafræðinnar. „Innyfl-
in”, sem eru sannkallað völundar-