Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 54
52
fagna meðal karlmanna að trú-
mennska sé mikilvæg dyggð í hjóna-
bandi dagsins í dag. Fyrirtæki sem
hefur það að markmiði að skrásetja
lífsmynstur manna segir að 80% af
5.260 eiginmönnum sem þeir höfðu
samband við héldu því fram að þeir
hefðu aldrei verið ótrúir. Purdue
háskóli segir að í könnun sem hann lét
gera hafí 67% eiginmanna haft þá
skoðun að ástarævintýri framhjá
hjónabandi væru „alltaf röng”.
Kynlífsfræðingar eru ruglaðir í
ríminu vegna þess ósamræmis sem er
milli framhjáhalds og skoðana hinna
sömu aðila á framhjáhaldi. Þeir em
ekki á eitt sáttir um hverju eigi að
trúa. Samt sem áður er sennilegast að
í raun og vem sé þetta gmndvallar-
skoðun manna I sambandi við fram-
hjáhald. Eða eins og Laura Singer,
sálfræðingur og fyrrum forstöðu-
maður heimilisráðgjafadeildar, orðar
það: ,,Ef við erum heiðarleg við sjálf
okkur vitum við að næstum hver
einasti hefur einhverntíma kynferðis-
lega löngun til annarrar persónu en
maka síns. Úrslitaþýðingu hefur aftur
á móti það hvort við látum þessa
löngun ráða eða ekki”.
Milljónir eiginmanna láta greini-
lega þessar hvatir ekki ráða för sinni.
Ef við athugum kannanir um fram-
hjáhald komumst við að því að
þriðjungur eða allt að helmingur allra
amerískra karlmanna er alltaf trúr.
Hvað gerir það að verkum að karl-
maðurinn er trúr þrátt fyrir að fram-
ÚRVAL,
hjáhald er útbreitt og ýmislegt gert
sem hvetur til framhjáhalds?
Ég varpaði þessari spurningu fram
fyrir hóp karlmanna sem sögðust vera
trúir. Mörg svörin komu alveg heim
og saman við meðaltal hugmynda-
fræði sem sálfræðingurinn Lawrence
Kohlberg komst að fyrir nokkrum
árum. Kohlberg segir: Fyrst í stað
gerum við ,,það sem rétt er” til þess
að komast hjá sársauka. Síðar meir
hefur þrýstingur samfélagsins og
viðteknar skoðanir áhrif á okkur.
Þegar við höfum náð að mynda okkar
eigin skoðanir förum við að taka
ákvarðanir í samræmi við þær. Lítum
nú á nokkrar ástæður sem eiginmenn
hafa tilgreint fyrir tryggð sinni.
• Óttinn við að upp komist
Margir menn viðurkenna að þeir
hefðu látið undan freistingu til fram-
hjáhalds ef þeir óttuðust ekki að upp
um þá kæmist. Bókhaldari nokkur
tók áhættuna með í reikninginn
þegar hann gerði upp hug sinn til
þessa máls: ,,Ég hef haft mörg tæki-
færi til að halda framhjá og ég viður-
kenni að það var mér freisting. En þá
spurði ég sjálfan mig: „Er það þess
virði miðað við það sem fyrir getur
komið?” Ég gæti misst konuna mína,
börnin, vini, húsið okkar — og allt
sem ég hef verið að byggja upp alla
mína ævi. Niðurstaðan var sú að mér
fannst brjálæði að taka áhættuna. ”
• Óttinn við að geta ekki borið
svikin og sektarkenndina einn.
Verslunarmaður í Los Angeles