Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 10
8
ÚRVAL
inni hjá NRAO, stjörnuathugunar-
stöð sem er skammt frá Green Bank í
West Virginia í Bandaríkjunum. í
Ozma I og síðar í Ozma II, sem stóðu
yfir frá 1972 til 1975, fylgdust
vísindamenn með 650 stjörnum ekki
langt undan í þeirri von að heyra
einhver merki frá þeim, önnur en
þennan venjulega hávaða sem
heyrist úti í geimnum. Þeir vonuðust
til að heyra eitthvað sem segði: ,,Þið
eruð ekki einir, gangið í stjörnu-
klúbbinn.” Dulmerkin hefðu getað
verið í formi stærðfræðilegra formúla,
þyngd einhverra efna á borð við
úraníum eða þá eitthvað annað sem
augljóslega hefði verið sent út sem
fyrirfram ákveðið merki. En ekkert
merkið heyrðist.
Áhugi manna á að rannsaka það
sem fram fer utan jarðarinnar sjálfrar
dvínar ekki og góðar vonir eru um að
alþjóðlegt samstarf komist á á þessu
sviði. í Sovétríkjunum er starfandi
sérstök nefnd sem skipuleggja á
þessar athuganir. Hún hefur yfir að
ráða 600 loftneta risatæki í Kákasus
sem fylgjast á með hljóðum utan úr
geimnum. I Kanada eru vísindamenn
að kanna sérstaklega nokkrar nær-
liggjandi stjörnur í ALGONQUIN
Radio Observatory í Ontario.
í Puerto Rico hjá Arecibo rann-
sóknarstöðinni er útvarps- og stjömu-
kíkir með loftnetsskermi sem er eitt
þúsund fet í þvermál. Þessi skermir
hefur hundrað sinnum stærra
söfnunarsvið og er sex sinnum kraft-
meiri en sá sem NRAO notaði fyrst til
þess að hlusta eftir hljóðum úr
geimnum í Ozma-áætluninni. Á
einum tíunda úr sekúndu getur tækið
framkvæmt það sem gert var á
tveimur mánuðum í Green Bank árið
1960. Tækið getur greint hljóð sem
kynnu að vera komin frá mannlífi í
allt að 30.000 Ijósára fjarlægð.
Prófessor Drake gerir sér full-
komlega ljós vandkvæði þess að ná
megi sambandi við lifandi verur ein-
hvers staðar úti í geimnum: ,,Við
erum að leita að saumnál í heystakki
sem er stærri en hægt er að gera sér
grein fyrir, segir hann. Jafnvel
hinum ótrúlega kraftmikla Arecibo-
stjörnukíki þyrfti að beina 1 20
milljón áttir til þess að hægt væri að
kanna allan himingeiminn. Hingað
til hafa aðeins um eitt þúsund
stjörnur eða þar um bil — flestar
mjög nærri okkur — verið
rannsakaðar, og þá á aðeins fáum
rásum.
Þar sem stjarnfræðingar verða að
geta sér til um, hvaða útvarpstíðni
verur í öðrum heimi myndu nota til
þess að senda út merki sín, yrði það
fyrir hreina tilviljun að samband
næðist. Verið gæti að merkin væru af
yfírlögðu ráði send í áttina til okkar
eða að þau næðu hingað fyrir ein-
hverja tilviljun. Svo mætti líka
ímynda sér að háþróuð tækni-
samfélög sendu merkin í áttina til
okkar í fáeinar klukkustundir á ári og
þá gætum við annaðhvort orðið of
sein eða of fljót á okkur við að taka
upp „símann”.