Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
búa á bestu og fínustu hótelum sem
völ er á.”
Fleiri og fleiri
teknir
Tollverðir og iögreglumenn hafa
undanfarin fimm ár fundið og tekið
stöðugt meira heróín. Magnið hefur
sextánfaldast á þessu tímabili. Samt
sem áður tekst þeim alls ekki að
klófesta allt það heróín sem er í
umferð. Einu sinni var Bretland
aðeins nokkurs konar viðkomustaður
fyrir heróínið. Talið er líklegt að nú
sé komið með eiturlyf fyrir 100
milljónir sterlingspunda til landsins
árlega og um 70% þessa magns sé
selt á breskum eiturlyfjamarkaði.
„Fyrr á árum var heróínið líka
aðeins á boðstólum í skuggahverfum
Mið-London. Nú er hægt að fá það
svo að segja hvar sem er í Bretlandi,”
segir Bob Nightingale, lögfræðilegur
ráðunáutur Release sem er
leiðbeiningar- og meðferðarstöð
fyrir eiturlyfjaneytendur. Hann
heldur því fram að sú mynd sem
kemur fram í opinberum skýrslum sé
átakanlega fjarri raunveruleikanum.
Árið 1979 kom fram í opinberum
skýrslum að eiturlyfjaneytendum
hefði fjölgað um 33% á tveggja ára
tímabili og þeir væru 4.795 talsins.
Release-menn álíta hins vegar að nær
sanni væri að segja að þeir væru um
20 þúsund. Árið 1979 létust, svo vitað
væri, 50 manns af ofneyslu eiturlyfja.
Margir sérfræðingar segja að trúlega
sé talan mun hærri. Margir þeir sem
ekki ná í heróín bregða á það ráð að
taka inn ýmiss konar önnur hættuleg
efni, svo sem barbítúröt, diconal og
fleira, sem þeir sprauta í æð og deyja
síðan.
Mörgum þykir það kaldhæðni
örlaganna að fyrir 20 árum voru
Bretar fyrirmynd annarra
vegna þess að þeir tóku upp á því að
líta á heróínneysluna sem læknis-
fræðilegt vandamál og fóru með
sjúklingana 1 samræmi við það.
Læknum var heimilað að skrifa
lyfseðla fyrir heróíni þegar um var að
ræða eiturlyfjaneytendur sem vitað
var að höfðu ánetjast þessu eitri.
Þannig átti að koma í veg fyrir að
glæpamenn gætu hagnast á
hörmungum annarra. Því miður fór
svo að sumum læknum hætti til að
skrifa of stóra lyfseðla — annaðhvort
fyrir greiðslu eða vegna miskilinnar
manngæsku — og þannig sköpuðu
þeir eiturlyfjaneytendunum góða lífs-
afkomu. Þeir seldu umfram-
skammtana af heróíninu — svo enn
fleiri ánetjuðust því. Þegar komið var
fram á miðjan sjöunda áratuginn
hafði eiturlyfjaneytendunum fjölgað
um 500.
Árið 1968 var læknum bannað að
skrifa upp á heróín. Ríkisstjórnin
ákvað að reyna að koma öllum þeim
sem neyttu eiturlyfja inn í meðferðar-
stöðvar, sem settar höfðu verið á fót.
Læknar á þessum stofnunum, sem
voru hræddir við afleiðingar þess að
fólkið yrði látið neyta eiturlyfjanna
óendanlega, fóru að reyna að gefa þvl