Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
ÞRIÐJA ÓSKIN
71
„Þetta er systir mín,” svaraði hún.
,,Ég get ekki verið án hennar.”
Nú skildi hann að Leita var svanur
úr skóginum og það gerði hann sorg-
mæddan því hann vissi að ef mann-
vera giftist fugli leiðir það alltaf til
ógæfu.
,,Eg gæti notað aðra óskina mína
til að systir þín yrði líka að mannveru,
þá gætirðu haft félagsskap af henni,”
stakk hann upp á.
,,Nei, nei,” grét Leita, ,,ég gæti
ekki farið fram á það við hana.
,,Er svona erfitt að vera mannleg
vera?” spurði Peters hryggur.
„Mjög, mjög, erfitt,” svaraði hún.
„Elskarðu mig ekkert, Leita?”
,Jú, ég elska þig,” sagði hún og
augun fylltust aftur af tárum. ,,En ég
sakna góðu daganna í skóginum,
svalans úr grasinu og gufunnar sem
stígur upp af ánni við sólarupprás og
hinnar sérstæðu tilfinningar þegar
vatnið gjálfraði við fjaðrirnar þegar ég
og systir mín syntum móti straumn-
um.”
,,Þá nota ég aðra óskina mína til að
gera þig aftur að svani?” bauð hann
og hann fann sting í tungunni sem
minnti hann á orð gamla kóngsins og
hjarta hans fylltist sorg.
,,Hver hugsar þá um þig?”
,,Ég geri það sjálfur eins og ég
gerði áður en við giftumst,”
sagði hann og reyndi að vera glaður.
Hún hristi höfuðið. ,,Nei, svo
vond gæti ég aldrei verið við þig. Ég
er að hluta til svanur en ég er líka að
hluta mannleg vera nú orðið. Ég ætla
að vera hjáþér.”
Vesalings Peters varð í vandræðum
vegna fórnar konu sinnar og gerði allt
sem honum hugsaðist til að gera líf
hennar hamingjusamar. Hann fór
.með hana í ökuferðir á bílnum þeirra,
fann fagra tónlist handa henni að
hlusta á í útvarpinu, keypti föt handa
henni og stakk meira að segja upp á
ferðalagi í kringum hnöttinn. En hún
vildi það ekki; hún vildi vera í húsinu
þeirra nálægt ánni.
Hann gaf því gaum að hún eyddi
lengri tíma en áður í að baka
gómsætar kökur — bjó til búðinga,
súkkulaðismákökur og ábætisrétti.
Dag nokkurn sá hann hana fara með
fulla körfu af þessu niður að ánni og
gat sér þess til að hún ætlaði að færa
systursinniþað.
Hann smíðaði bekk handa henni
til að sitja á niðri við ána og systurnar
tvær eyddu þar mörgum stundum og
ræddust við á máli sem notaði engin
orð. Um stund hélt hann að allt
myndi ganga vel en þá tók hann eftir
því hve föl og mögur hún var orðin.
Nótt eina þegar hann hafði verið
að vinna langt frameftir við reikning-
ana sína kom hann að rúminu og
fann hana grátandi í svefninum og
hún kallaði:
,,Rhea! Rhea! Ég get ekki skilið