Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 41
UNGLINGAR íHELGREIPUM EITURLYFJA
39
London sagði í viðtali; þar sem verið
var að ræða um hlutverk foreldranna:
,,Of margir sjúklinga minna eru
vanrækt börn lækna, lögreglumanna
og annarra vinnusjúkra foreldra.
Foreldrar geta aldrei treyst því
fullkomlega að börn þeirra leiðist
ekki út t eiturlyf. Þeir geta dregið úr
áhættunni með því að gefa gott
fordæmi varðandi eigin not á „viður-
kenndum” ávanaefnum eins og til
dæmis áfengi. Og framar öllu öðru
verða foreldrarnir að sýna börnum
sínum ást og umhyggju og gefa sér
tíma til þess að umgangast þau. ” ★
Áður en mannskepnan yfirgefur þennan heim ætti hún að hafa gert
sér grein fyrir hvað hún er að flýja, hvert og hvers vegna. —J.T.
Kunningjakona mín fékk gjöf senda frá útlöndum. Þegar hún
opnaði pakkann sá hún að í honum var vasi — sem hafði brotnað í
nokkra parta. Hún raðaði saman brotunum og sá að hann hafði verið
herfilega ljótur. Af því að pakkinn var tryggður fór hún með leifarnar
af vasanum og umbúðirnar á pósthúsið. Póstfulltrúinn leit lauslega á
brotin og sagði: ,,Mér sýnist þú barahafa verið heppin.” —C.H.
,,Það er sagt að milljónir sýkla geti lifað á dollaraseðli,” segir Bob
Orben. ,,Þeir eru heppnir, ég fæ ekki einu sinni hádegisverð fyrir
hann.” —E.W.
„Þegar þú verður frægur,” segir Rodney Dangerfield, „þá geturðu
ekki gleymt gömlu kunningjunum: þú getur auðvitað reynt það en
þeir gefa þér engan frið til þess. ’ ’ — E.V.
Tilkoma leysigeislans hefur gert mögulegt að mæla einn milljónasta
úr tommu. Engar fréttir. Eigendur bílastæða hafa gert það árum
saman. —F.F.V.
Hefurðu klappað einhverjum í dag? Klapp er lækning sem
þjóðfélagsfræðingurinn Virginia Satir ráðleggur fyrir þunglynda. Á
ráðstefnu sem haldin var með sálfræðingum sem fást við unglinga-
vandamál sagði hún: „Svitaholurnar geta tekið á móti skilaboðum
um væntumþykju.” Svo bætti hún við: „Klapp fjórum sinnum á
dag dugar til að skrimta, átta sinnum til viðhalds og tólf til vaxtar.