Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 83
DÝRÐARLJÓMIPOMPEJI
81
við hvers manns hæfi. Tvö leikhús,
útileikhús og annað minna innileik-
hús, voru þarna líka og hringleika-
hús, þar sem gátu setið um 20
þúsund áhorfendur. Þetta er eitthvert
elsta leikhús sinnar tegundar á Ítalíu
og þar börðust gladiatorarnir. Fundist
hafa dýrindis sverð og hjálmar og
lesa má nöfn sigurvegaranna krotuð á
veggi: „Celadus hetja og hjarta-
knúsari” og „Felix mun berjast við
birnina”.
Heiðnir guðir réðu lögum og
lofum í Pompeji, þótt hún hefði verið
við lýði hálfri öld eftir dauða Krists.
Sérstaklega má nefna að Venus var
dáð í Pompeji. Ekki var hún þó svo
mjög dýrkuð og þekkt sem gyðja
kynlífs (þrátt fyrir það að 28 vændis-
hús væru í borginni) heldur sem hin
mikla, verndandi móðir. Til heiðurs
Venusi voru borgarbúar að endurreisa
hof, sem átti að verða fegurst allra
hofa, þegar Vesúvíus greip fram í
fyrir þeim og stöðvaði verkið.
Gömlu guðirnir voru þó að missa
tökin sem þeir höfðu haft. Aðeins
steinsnar frá Stræti allsnægtanna ris
Isis-hofið , þar sem hin egypska gyðja
frjóseminnar var tilbeðin. Isis-prest-
arnir voru að borða hádegismatinn,
þegar Vesúvíus tók að gjósa. Þeir
skildu eggin og fiskinn eftir á borðinu.
Svo flýðu þeir með þau verðmæti
hofsins sem þeir gátu borið. Einn
presturinn bar poka fullan af gulli og
fannst hann skammt frá hoflnu. Aðrir
prestar urðu undir súlum, sem féllu
til jarðar, og biðu við það bana.
Eftir að hafa kvatt Pompeji klifraði
ég upp Vesúvíus. Það er ekki nema
hálfrar klukkustundar gangur frá
þeim stað þar sem bílvegurinn endar
og upp að gígbarminum. Stígurinn
liggur í gegnum líflausa eyðimörk
hraunstraumsins. Þegar ég var
kominn upp á brún varð ég orðlaus af
óttablandinni hrifningu. Fyrir neðan
opnast 215 metra djúpur gígur sem
er 610 metrar í þvermál og allt
um kring em silfúrlitaðir kiettar. Hvít
gufa stígur upp og er eina merkið um
að ennþá kraumi einhvers staðar.
Ég gekk niður fjallið aftur og nam-
staðar við Vesúvíusarrannsóknar-
stöðina, sem Ferdinand II. konungur í
Napólí stofnaði árið 1841. Þetta er
elsta eldfjallarannsóknarstöð í heimi.
Vísindamenn útskýrðu fyrir mér að
gosopið í gíg Vesúvíusar hafi lokast í
gosinu 1944. Síðustu þrjár aldir þaT á
undan hafí að meðaltali komið eitt
gos á tólf ára fresti. Eldfjallið hefur
ekki bært á sér síðan. Hversu langt er
í næsta gos? Enginn getur svarað því.
Á leiðinni aftur til Napólí á
fjölförnum þjóðveginum, milli
hraunveggja og aldingarða, hugsaði ég
um dauðann. Dauðann, sem var
byrgður inni undir þéttbýlli slétt-
unni. íbúarnir í iðandi borgunum við
rætur Vesúvíusar vita nú, andstætt
því sem var um forfeður þeirra, að
þeir sitja á eldfjalli. Samt sem áður
trúa þeir á líflð. Með Pompeji í huga,
þessa fögru en um leið draugalegu
borg, skulum við vona að þeir eigi
ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum.
★