Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 55
HVERS VEGNA SUMIR EIGINMENN ERU TRÚIR
53
sagði: ,,Ef ég ætti ævintýri og konan
mín vissi ekki um væri ég sá eini sem
skaðaðist af því vegna þess að ég yrði
að dragast með þá byrði að hafa svikið
konuna mína. Ég held að ég gæti
ekki þolað það.”
Fáir geta það líka. , ,Sektarkennd er
erfiðust byrða að bera,” segir
sálfræðingurinn og félagsráðgjafinn
Marcia Lasswell. , ,Fyrr eða síðar spillir
hún samskiptum manna. ’ ’
Mörgum manninum finnst
blekkingin sem menn verða grípa til
hafi þeir haldið framhjá einstaklega
óskemmtileg. Eiginmaður nokkur
sagði: ,,Ég þoli ekki allar sögurnar
sem nauðsynlegar em til þess að
koma í veg fyrir að sannleikurinn
upplýsist.”
• Fá tækifæri
Nokkrir eiginmenn hafa ekki
tækifæri til ótryggðar. ,,Ég er
kaupmaður í litlum bæ,” sagði
maður nokkur á Rhode Island. ,,Við
hjónin vinnum saman allan daginn,
sex daga vikunnar. Ég ferðast ekki án
hennar svo að á dyggðir mínar hefur
aldrei reynt. Veistu hvað mér myndi
þykja gaman?” spurði hann og
brosti. ,,Að standa andspænis siíkri
freistingu og standast hana! ’ ’
• Sú skoðun að eiginmaðurinn
eigi að vera trúr
Margir eiginmenn svara samkvæmt
því sem Kohlberg kallar samfélags-
siðgæði. ,,Fólk í okkar stöðu heldur
sig frá hórdómi,” segja þeir. Eða þá:
, ,Ég er trúr vegna þess að ég var alinn
upp við þá skoðun að það væri rangt
að vera það ekki.” Eða: ,,Trú mín
hefur ströng ákvæði um heilagleika
hjónabandsins.”
• Persónuleg löngun til að vera
trúr.
Sumir eru trúir vegna þess að þá
langar til þess, vegna þess að ákvörð-
un um hreinleika á sér rætur í sálarlífi
þeirra.
Menn sem þannig er ástatt um
segja oft eitthvað á þessa leið: ,,Ég er
sjálfsagt gamaldags.” Sumir þakka
konunum sínum það og segja:
„Maður getur verið trúr einni konu
alla ævi ef maður hefur valið rétt í
upphafi.” Stundum heyrast þroskuð
viðhorf eins og: ,,Ég treysti á hjálp
konunnar minnar, umönnun, blíðu
og elsku, og hún treystir á það sama
frá mér. Ef viðhorf mitt til konu
minnar væri ekki þannig eða hennar
til mín hvernig gætum við þá elskast
líkamlega?”
Nú til dags hafa bæði karlar og
konur hærri hugmyndír um hvers þau
mega vænta af kynlífssambandi
hjónabandsins. Þegar þessar vænting-
ar uppfyllast ekki í hjónabandinu er
oft gripið til framhjáhalds. Hvert
einasta par hefur samt getu til að þróa
andrúmsloft sameiginlegrar
umhyggju og ástúðar sem getur
komið í veg fyrir slíkt óráð.
Hvað getur eiginkonan gert til að
mynda slíkt andrúmsloft? Fræðilega
er lykillinn falinn í þekkingu á því
hvað gerir menn ótrúa. Margar
ástæður eru þekktar, svo sem að