Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 127
HREIND ÝRAKAPPAKSTURINN
125
hjálpa „sínum” keppanda.
Kapprætt er um hverjir eigi mesta
möguleika á því að sigra í kappakstr-
inum.
Að morgni hins langþráða hátlðar-
dags fyllist torgið af dráttarhreinum
og áhorfendum. Auk innanhéraðs-
manna eru áhugamenn frá höfuðborg
héraðsins, Murmansk, meðal áhorf-
enda, en þeir hafa brotið sér leið til
þorpsins í bílum og farþegavögnum
þrátt fyrir snjókomu.
Skrúðganga keppenda er kannski
skrautlegasta sjónin. Hreindýrin, sem
virðast finna á sér fögnuð stundar-
innar, skokka stolt og hringja bjöllum
sínum sem eru svo glansandi fægðar,
að þær ljóma eins og speglar. Aðeins
við sérstaklega hátíðleg tækifæri eru
hreindýrin búin aktygjum, klæddum
rauðu áklæði og skreytt glerperlum.
Og aðeins á stórhátíðum sem þessari
bera þau múl, saumaðan gullnum
þræði, og draga sleða fóðraða dýra-
skinnum sem ekki eru orðin snjáð af
löngum ferðalögum heldur eru ný og
gljáandi. Og ökumennirnir sjálfir
bera spariklæði og loðskinn, sem
tískuaðdáendur gætu öfundast yfir.
Það er engin tilviljun að hannyrða-
konur í Lovozero eru frægar fyrir
fagra muni gerða úr húðum og
loðskinnum og fyrir perluútsaum
sinn.
Eykin mynda heiðurshring við
rásmarkið sem markast af jaðri
hinnar víðáttumiklu hvítu sléttu.
Eins og töfrasprota sé veifað birtast
skyndiiega í snjónum haglega málaðir
turnar og kofar og þaðan berst freist-
andi ilmur af reyktum fiski og
hunangi, steiktri villibráð og pönnu-
kökum: „Komið, snæðið fylli
ykkar!” Og á meðan morgunsnjórinn
er hreinsaður af brautinni er tími til
þess að fá sér bita hjá hinum
vingjarnlegu og veitulu gestgjöfum.
Fyrstu eykin eru þegar lögð af stað
og þjóta í gegnum þykka drífu af
hvítum snjóflygsum er fylla loftið
ásamt marrinu í snjónum undir sleða-
meiðunum og hrópum ökumann-
anna.
Brátt kemur að konunum. Þær eru
heppnar. Snjókoman er hætt og sólin
skín á heiðum himni. Brautin teygist
eins langt og augað eygir með
hárauðum fánum til beggja hliða.
Konurnar þurfa að fara jafnlanga leið
og karlarnir en þær hafa einu
dráttardýri færra fyrir sínum sleðum
þannig að léttara er fyrir þær að
stjórna sveittum dýrunum í beygjun-
um.
Á meðan nær hátíðin hámarki
sínu og kætin breiðist endanna á
milli í Lovozero. Að keppninni
lokinni leyfa íþróttamennirnir öllum
sem vilja að sitja í gegnum þorpið.
Eykin þjóta áfram við harmóníku-
músík, bjölluhljóm og lög er hljóma
frá ferðaviðtækjum. Fólk stígur dans
á götum úti og börnin renna sér á
sleðum í glitrandi snjónum á meðan
unglingarnir, piltar og stúlkur,
byggja stóran snjókarl — það er
óaðskiljanlegur þáttur í hverri vetrar-
hátíð. ★