Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 99
LESTAHUND URINN
97
hlúði ég að henni og hvíslaði: ,,Eg
skal gefa þér annan hund til að hjálpa
þér að gleyma Lampo. ’ ’
Veturinn var liðinn og möndlu- og
ferskjutrén á ökxunum skammt undan
brautarstöðinni stóðu í blóma. Fyrstu
svölurnar komu og þutu um
himininn, fyrstu vorboðarnir.
Vorkoman hressti alla, en á
stöðinni var samt eins og eitthvað
vantaði. Þegar farþegar, með stutta
dvöl í Campiglia, spurðu um Lampo,
svöruðum við: ,,Hann er ekki lengur
hér. Hann fór.” Oft hölluðu
kokkarnir sér út um gluggann og
kölluðu á hann. Við ypptum öxlum
og sögðum fýlulega: ,,Þú getur
sparað þér þetta. Hann er ekki lengur
hér. Hann er farinn. ’ ’
Við fundum öll til sektar, meira að
segja stöðvarstjórinn. Þegar fólk
nefndi hundinn, kom stöðvarstjórinn
sér I burtu.
Dag einn, þegar ég sá ekki fram úr
önnum og var í vondu skapi, heyrði
ég einhverja óvænta háreysti. I sama
bili svipti einn starfsfélaganna upp
dyrunum hjá mér og hrópaði:
„Komdu og sjáðu!”
Ég var undrandi og forvitinn og
flýtti mér út. Fyrir framan mig stóð
hundur. Hann var skinhoraður og
dillaði skottinu veiklulega. Upp á
mig störðu tvö dökk, þreytt augu,
enn skær þótt augljóslega mætti
einnig sjá í þeim þjáningu. Hann var
bara skugginn af sjálfum sér.
Tilfinningarnar tóku völdin hjá mér,
svo ég tók hann í fangið og þrýsti
honum að mér: „Aumingja Lampo
minn! Ég skal aldrei senda þig burtu
frá méraftur.”
Ég held að hann hafí skilið mig.
Hann sleikti mig hvað eftir annað í
framan. Ég setti hann niður og strauk
af mér tárin sem ég hafði verið að
reyna að halda aftur af.
Um stund varð algert verkfall á
stöðinni meðan allir þyrptust að til að
heilsa Lampo. Öll stöðin endurómaði
af fagnaðarhrópunum: „Lampo er
kominn aftur! Lampo er kominn
aftur! ’ ’ Hópurinn hrannaðist í kring
um hann. Sumir kölluðu nafn hans,
aðrir struku honum eða klöppuðu.
Lampo virtist ánægður. En svo
rýmdi hópurinn til fyrir stöðvarstjór-
anum sem kom, kraup og klappaði
hundinum og sagði því næst með illa
dulinni geðshræringu: „Annastu um
hann og komdu honum til heilsu.
Hann verður ekki rekinn héðan
aftur.”
„Ég skal sjá um það, foringi,”
svaraði ég heils hugar.
Lampo hafði sést koma af Rómar-
lestinni. Nú gat ég ekki haft augun af
honum. Ég sá að hann átti erfítt með
gang. Þófarnir á fótunum á honum
voru bólgnir og sprungnir og blóð
vætlaði úr þeim. Feldurinn, sem áður
var svo hvítur og þykkur, var óhreinn
og dökkgrár og sums staðar orðinn
þunnur svo í ljós komu rauðar
skellur á skinninu. Hálsinn var
særður, bólginn og þakinn uppþorn-
uðum blóðkleprum — enda hafði