Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
hvað þú dvaldir löngum stundum og
starðir útásjóinn?”
,, Starði út á sj óinn ? ” stamaði ég.
„Auðvitað. Hann vonaðist til að
skipið kæmi aftur að sækja hann. En
það kom aldrei aftur.
,Jæja, Bigheri,” hélt hann
áfram. ,,Það vantaði þó ekki að
amerísku sjómennirnir leituðu að
þér!” Hann hélt áfram að strjúka
hundinum sem starði á hann með
fögnuð í augnaráðinu. „Sérstaklega
þessi hái og granni, hann leitaði nú
bara um allt. En svo vildi skipstjórinn
ekki bíða lengur og þá voru örlög þín
ráðin, Bigheri. Þú hefðir ekki átt að
laumast í land þennan dag, en þú
gerðir það samt — eins og allir
sjóarar sem vonast til að lenda í
pínulitlu ævintýri.”
,,Ertu viss um að það hafi verið
amerískt skip?”
,,Eg hef verið hafnarvörður lengst
af ævinni og séð svo mörg skip koma
og fara að ég þekki þau sundur langar
leiðir.”
Enn sneri hann sér að hundinum:
„Kofinn minn var svo sem ekkert
slot, piltur minn. En ég gætti þín
vel og við héldum hvor öðrum félags-
skap. Svo hvarfstu. Ég leitaði að þér í
marga daga. Mér var sagt að þú hefðir
sést við járnbrautarstöðina. Ég fór
þangað strax en fann þig ekki
heldur.”
Nú gat ég fyllt í eyðuna fyrir gamla
manninn. Eftir að Lampo varð frægur
hafði ég frétt hvernig hann bar fyrst
að garði í Campiglia. „Hann var nú
samt á stöðinni,” sagði ég. „En
hundaeftirlitið var í þann veginn að
ná honum svo einn burðarmann-
anna á stöðinni stakk honum inn í
flutningavagn sem bar hann
hingað.”
Ég hélt upp á þetta með því að
bjóða gamla manninum upp á glas af
víni í veitingastofunni. Við sátum við
borð fyrir utan stofuna og hægur and-
blærinn fyllti loftið með ilminum af
liljunum. Lampo var sofnaður við
fætur gamla mannsins. Ég sagði
honum undan og ofan af hegðun
Lampos og lífi hans í Campiglia.
„Hann er bráðskynsamur hundur.
Og,” bætti hann snögglega við „mig
langar að hafa hann með mér til
baka. Ég veit að ykkur járnbrautar-
mönnunum þykir leitt ef hann fer —
en ég er gamall og einn og hundurinn
myndi veita mér félagsskap. ’ ’
Ég vissi ekki hvað ég átti að segja.
Ég vorkenndi gamla manninum og
vildi ekki valda honum vonbrigðum.
Þess í stað leit ég á klukkuna.
„Lestin þín fer eftir tíu mínútur,”
sagði ég. „Þú verður víst að fara að
koma þér á pallinn.” Gamli maður-
inn stökk á fætur, hvolfdi í sig úr
öðru vínglasi og lagði af stað út á
brautarpall tvö.
„Skrattakornið! Ég verð að ná mér
í miða,” hrópaði hann allt í einu og
nam staðar.
Eg varð fyrri til og sótti miða til
Livorno. „Þetta er gjöf frá Lampo,”
sagði ég.
Hann brosti og rétti út höndina.