Úrval - 01.05.1981, Side 104

Úrval - 01.05.1981, Side 104
102 ÚRVAL hvað þú dvaldir löngum stundum og starðir útásjóinn?” ,, Starði út á sj óinn ? ” stamaði ég. „Auðvitað. Hann vonaðist til að skipið kæmi aftur að sækja hann. En það kom aldrei aftur. ,Jæja, Bigheri,” hélt hann áfram. ,,Það vantaði þó ekki að amerísku sjómennirnir leituðu að þér!” Hann hélt áfram að strjúka hundinum sem starði á hann með fögnuð í augnaráðinu. „Sérstaklega þessi hái og granni, hann leitaði nú bara um allt. En svo vildi skipstjórinn ekki bíða lengur og þá voru örlög þín ráðin, Bigheri. Þú hefðir ekki átt að laumast í land þennan dag, en þú gerðir það samt — eins og allir sjóarar sem vonast til að lenda í pínulitlu ævintýri.” ,,Ertu viss um að það hafi verið amerískt skip?” ,,Eg hef verið hafnarvörður lengst af ævinni og séð svo mörg skip koma og fara að ég þekki þau sundur langar leiðir.” Enn sneri hann sér að hundinum: „Kofinn minn var svo sem ekkert slot, piltur minn. En ég gætti þín vel og við héldum hvor öðrum félags- skap. Svo hvarfstu. Ég leitaði að þér í marga daga. Mér var sagt að þú hefðir sést við járnbrautarstöðina. Ég fór þangað strax en fann þig ekki heldur.” Nú gat ég fyllt í eyðuna fyrir gamla manninn. Eftir að Lampo varð frægur hafði ég frétt hvernig hann bar fyrst að garði í Campiglia. „Hann var nú samt á stöðinni,” sagði ég. „En hundaeftirlitið var í þann veginn að ná honum svo einn burðarmann- anna á stöðinni stakk honum inn í flutningavagn sem bar hann hingað.” Ég hélt upp á þetta með því að bjóða gamla manninum upp á glas af víni í veitingastofunni. Við sátum við borð fyrir utan stofuna og hægur and- blærinn fyllti loftið með ilminum af liljunum. Lampo var sofnaður við fætur gamla mannsins. Ég sagði honum undan og ofan af hegðun Lampos og lífi hans í Campiglia. „Hann er bráðskynsamur hundur. Og,” bætti hann snögglega við „mig langar að hafa hann með mér til baka. Ég veit að ykkur járnbrautar- mönnunum þykir leitt ef hann fer — en ég er gamall og einn og hundurinn myndi veita mér félagsskap. ’ ’ Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Ég vorkenndi gamla manninum og vildi ekki valda honum vonbrigðum. Þess í stað leit ég á klukkuna. „Lestin þín fer eftir tíu mínútur,” sagði ég. „Þú verður víst að fara að koma þér á pallinn.” Gamli maður- inn stökk á fætur, hvolfdi í sig úr öðru vínglasi og lagði af stað út á brautarpall tvö. „Skrattakornið! Ég verð að ná mér í miða,” hrópaði hann allt í einu og nam staðar. Eg varð fyrri til og sótti miða til Livorno. „Þetta er gjöf frá Lampo,” sagði ég. Hann brosti og rétti út höndina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.