Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
skógarins úr erfiðleikum ættirðu að fá
ríkuleg laun.”
,,Ég vænti að fá þrjár óskir, hvorki
meira né minna,” svaraði Peters og
horfði stillilega á hann.
,,Þrjár óskir vill hann fá, sá gáfaði
maður! Jæja, ég á eftir að heyra af
mannveru sem notaði óskirnar sínar
þrjár til góðs — flestir stóðu verr að
vígi en áður en þeir byrjuðu. Taktu
þá óskirnar þínar þrjár — ” hann
henti þrem dauðum laufum upp í
loftið — ,,ekki ásaka mig þótt þú
notir þriðju óskina til að fella hinar
tværfyrri úrgildi.”
Peters greip laufin og setti tvö
þeirra vandlega ofan í skjalatöskuna
sína. Þegar hann leit upp sá hann að
svanurinn synti um á miðju vatninu
og hristi reiðilega hálsinn sem stórir
vatnsdropar runnu niður eftir.
Peters beið dálitla stund og
hugsaði um hvernig hann skyldi verja
launum sínum. Hann vissi að það að
eiga þrjár óskir getur oft fært manni
meiri erfiðleika en ef maður ætti þær
ekkt. Og ekki langaði hann að verða
eins og bóndinn sem óskaði sér óvart
að hann ætti ógnarlangt bjúga, og svo
óskaði hann þess í reiði sinni að það
sæti fast á nefinu á konunni hans og
þá varð hann að nota þriðju óskina til
að losa konuna við bjúgað aftur.
Peters átti flesta hluti sem hann lang-
aði í og var ánægður með lífið en þó
var eitt sem honum þótti leiðin-
legt; hann var dálítið einmana og átti
engan félaga til að rabba við í
ellinni. Þess vegna ákvað hann að nota
eina ósk og geyma hinar í skjalatösk-
unni til öryggis. Hann tók þyrni og
stakk honum í tunguna á sér til að
minna sjálfan sig á að bera ekki fram
reiðióskir upphátt. Hann tók laufið
og leit á rökkvaða jörðina, á vorrósirn-
ar, árbakkann og blágrænt vatn
árinnar og svo sagði hann:
,,Ég vildi að ég ætti konu sem er
eins fögur og skógurinn. ’ ’
Mikill skvettugangur og læti urðu
úti á vatninu. Hann hélt að það væri
svanurinn að hlæja að honum. Hann
gaf því þó engan gaum heldur flkraði
sig í gegnum skóginn í átt til bílsins
síns. Þar vafði hann um sig teppi og
sofnaði.
Þegar hann vaknaði morguninn
eftir voru fuglarnir byrjaðir að syngja.
Eftir veginum á móti honum kom
fegursta vera sem hann hafði augu.n
litið, með blágræn augu eins og
árvatnið, hárið dökkt eins og runn-
arnir og hörundið hvítt eins og svans-
fjaðrir.
,,Ert þú konan sem ég óskaði
mér?” spurði Peters.
, Já, ég er hún,” svaraði hún. ,,Ég
heiti Leita.”
Hún settist við hlið hans í bxlnum
og þau óku til kirkjunnar sem var í
útjaðri skógarins og þar voru þau
gefin saman. Svo fór hann með.hana
heim til sín í húsið sem lá í grónum
og fögrum dal og hann sýndi henni
allar sínar gersemar — býflugurnar í
hvítum býkúpunum, Jerseykýrnar,
hýasinturnar, silfurkertastj akana,
bláu bollana og gljáandi fagra skál til