Úrval - 01.05.1981, Blaðsíða 97
LESTAHUND URINN
95
landinu og það ýrði úr þeim. Lampo
var eirðarlaus. Hann rásaði um
stöðina. Það var eins og hann gæti
ekki lagst. 3.40 lestin til Piombino
var að fara frá brautarpalli fjögur.
Hundurinn trítlaði fram hjá lestar-
verðinum og stökk upp í.
Hann fór af á Populonia (milli
Campiglia og Piombino) og beið eftir
því að lestin færi áfram. Við hinn
pallinn stóð lest á leið í hina áttina.
Um leið og blístra brautarvarðarins
gall við hentist Lampo yfir teinana að
Campiglia lestinni og reyndi að
komast upp í. En hann misreiknaði
sig að þessu sinni og sjálfvirku
hurðirnar gripu hann á milli sín —
haus og frampartur fyrir innan, lærin,
huppurinn og skottið fyrir utan. Til
allrar hamingju eru þykkir gúmmí-
kantar á þessum hurðum sem draga
úr pressunni en veslings hundurinn
ýlfraði eins og hann væri að fara í
tvennt.
Farþegarnir reyndu að hjálpa en
vissu ekki hvað gera skyldi. Það var
ekki hægt að rykkja honum inn fyrir.
Sem betur fer kom lestarvörður og gaf
eimreiðarstjóranum merki. Lestin var
stöðvuð í flýti, dyrnar opnuðust og
Lampo lyppaðist niður eins og
kartöflupoki.
Svo teygði hann úr limunum,
kannaði síður sínar með trýninu og
leit með áhyggjusvip á farþegana
sem voru nú farnir að skellihlæja að
tilburðum hans. Svo skreið hann í
snatri undir næsta bekk og faldi sig.
Hávaxinn, valdsmannslegur maður
stóð álengdar. Hann var í stálgráum
frakka með svarta derhúfu með gylltri
snúru. Hann kallaði vörðinn til sín og
sagði eitthvað hljóðlega við hann. Svo
dró hann fram pappír og ritföng og
fór að skrifa.
„GAMLI MAÐURINN VILL fá að
tala við þig,” sagði sendillinn við
mig.
Stöðvarstjórinn okkar var alltaf
óaðfinnanlega til fara og vel
greiddur. Hann var fimmtíu og átta
ára, lágur vexti og feitlaginn.
Nákvæmni hans birtist meðal annars í
því hve allt var ævinlega í röð og reglu
í skrifstofunni hans: bækur, möppur
og bréf allt nákvæmlega á sínum stað.
,,Þú verður að losa þig við hund-
inn,” sagði hann. ,,Við getum ekki
haft hann á stöðinni lengur.
„Hvernig stendur á þeirri skyndi-
legu ákvörðun?” spurði ég reiðiiega.
,,Hefúr hundurinn gert eitthvað af
sér?”
,,Ekki svo ég viti. En hann gæti
gert það, og þar sem ég á að sjá um að
allt sé hér með felldu er líka í mínum
verkahring að fyrirbyggja vandræði.
Þar að auki hafa margir lestarverðir
kvartað til mín undan því frjálsræði
sem hundurinn nýtur í lestunum. Svo
annaðhvort losar þú okkur við hann
eða ég næ í dýraeftirlitsmanninn,
þótt mér sé það þvert um geð. ’ ’
Þegar ég var kominn aftur á minn
stað velti ég þessu erfíða og sársauka-
fulla máli fyrir mér um hríð. Lampo