Úrval - 01.05.1981, Side 99

Úrval - 01.05.1981, Side 99
LESTAHUND URINN 97 hlúði ég að henni og hvíslaði: ,,Eg skal gefa þér annan hund til að hjálpa þér að gleyma Lampo. ’ ’ Veturinn var liðinn og möndlu- og ferskjutrén á ökxunum skammt undan brautarstöðinni stóðu í blóma. Fyrstu svölurnar komu og þutu um himininn, fyrstu vorboðarnir. Vorkoman hressti alla, en á stöðinni var samt eins og eitthvað vantaði. Þegar farþegar, með stutta dvöl í Campiglia, spurðu um Lampo, svöruðum við: ,,Hann er ekki lengur hér. Hann fór.” Oft hölluðu kokkarnir sér út um gluggann og kölluðu á hann. Við ypptum öxlum og sögðum fýlulega: ,,Þú getur sparað þér þetta. Hann er ekki lengur hér. Hann er farinn. ’ ’ Við fundum öll til sektar, meira að segja stöðvarstjórinn. Þegar fólk nefndi hundinn, kom stöðvarstjórinn sér I burtu. Dag einn, þegar ég sá ekki fram úr önnum og var í vondu skapi, heyrði ég einhverja óvænta háreysti. I sama bili svipti einn starfsfélaganna upp dyrunum hjá mér og hrópaði: „Komdu og sjáðu!” Ég var undrandi og forvitinn og flýtti mér út. Fyrir framan mig stóð hundur. Hann var skinhoraður og dillaði skottinu veiklulega. Upp á mig störðu tvö dökk, þreytt augu, enn skær þótt augljóslega mætti einnig sjá í þeim þjáningu. Hann var bara skugginn af sjálfum sér. Tilfinningarnar tóku völdin hjá mér, svo ég tók hann í fangið og þrýsti honum að mér: „Aumingja Lampo minn! Ég skal aldrei senda þig burtu frá méraftur.” Ég held að hann hafí skilið mig. Hann sleikti mig hvað eftir annað í framan. Ég setti hann niður og strauk af mér tárin sem ég hafði verið að reyna að halda aftur af. Um stund varð algert verkfall á stöðinni meðan allir þyrptust að til að heilsa Lampo. Öll stöðin endurómaði af fagnaðarhrópunum: „Lampo er kominn aftur! Lampo er kominn aftur! ’ ’ Hópurinn hrannaðist í kring um hann. Sumir kölluðu nafn hans, aðrir struku honum eða klöppuðu. Lampo virtist ánægður. En svo rýmdi hópurinn til fyrir stöðvarstjór- anum sem kom, kraup og klappaði hundinum og sagði því næst með illa dulinni geðshræringu: „Annastu um hann og komdu honum til heilsu. Hann verður ekki rekinn héðan aftur.” „Ég skal sjá um það, foringi,” svaraði ég heils hugar. Lampo hafði sést koma af Rómar- lestinni. Nú gat ég ekki haft augun af honum. Ég sá að hann átti erfítt með gang. Þófarnir á fótunum á honum voru bólgnir og sprungnir og blóð vætlaði úr þeim. Feldurinn, sem áður var svo hvítur og þykkur, var óhreinn og dökkgrár og sums staðar orðinn þunnur svo í ljós komu rauðar skellur á skinninu. Hálsinn var særður, bólginn og þakinn uppþorn- uðum blóðkleprum — enda hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.