Úrval - 01.05.1981, Page 36

Úrval - 01.05.1981, Page 36
34 ÚRVAL búa á bestu og fínustu hótelum sem völ er á.” Fleiri og fleiri teknir Tollverðir og iögreglumenn hafa undanfarin fimm ár fundið og tekið stöðugt meira heróín. Magnið hefur sextánfaldast á þessu tímabili. Samt sem áður tekst þeim alls ekki að klófesta allt það heróín sem er í umferð. Einu sinni var Bretland aðeins nokkurs konar viðkomustaður fyrir heróínið. Talið er líklegt að nú sé komið með eiturlyf fyrir 100 milljónir sterlingspunda til landsins árlega og um 70% þessa magns sé selt á breskum eiturlyfjamarkaði. „Fyrr á árum var heróínið líka aðeins á boðstólum í skuggahverfum Mið-London. Nú er hægt að fá það svo að segja hvar sem er í Bretlandi,” segir Bob Nightingale, lögfræðilegur ráðunáutur Release sem er leiðbeiningar- og meðferðarstöð fyrir eiturlyfjaneytendur. Hann heldur því fram að sú mynd sem kemur fram í opinberum skýrslum sé átakanlega fjarri raunveruleikanum. Árið 1979 kom fram í opinberum skýrslum að eiturlyfjaneytendum hefði fjölgað um 33% á tveggja ára tímabili og þeir væru 4.795 talsins. Release-menn álíta hins vegar að nær sanni væri að segja að þeir væru um 20 þúsund. Árið 1979 létust, svo vitað væri, 50 manns af ofneyslu eiturlyfja. Margir sérfræðingar segja að trúlega sé talan mun hærri. Margir þeir sem ekki ná í heróín bregða á það ráð að taka inn ýmiss konar önnur hættuleg efni, svo sem barbítúröt, diconal og fleira, sem þeir sprauta í æð og deyja síðan. Mörgum þykir það kaldhæðni örlaganna að fyrir 20 árum voru Bretar fyrirmynd annarra vegna þess að þeir tóku upp á því að líta á heróínneysluna sem læknis- fræðilegt vandamál og fóru með sjúklingana 1 samræmi við það. Læknum var heimilað að skrifa lyfseðla fyrir heróíni þegar um var að ræða eiturlyfjaneytendur sem vitað var að höfðu ánetjast þessu eitri. Þannig átti að koma í veg fyrir að glæpamenn gætu hagnast á hörmungum annarra. Því miður fór svo að sumum læknum hætti til að skrifa of stóra lyfseðla — annaðhvort fyrir greiðslu eða vegna miskilinnar manngæsku — og þannig sköpuðu þeir eiturlyfjaneytendunum góða lífs- afkomu. Þeir seldu umfram- skammtana af heróíninu — svo enn fleiri ánetjuðust því. Þegar komið var fram á miðjan sjöunda áratuginn hafði eiturlyfjaneytendunum fjölgað um 500. Árið 1968 var læknum bannað að skrifa upp á heróín. Ríkisstjórnin ákvað að reyna að koma öllum þeim sem neyttu eiturlyfja inn í meðferðar- stöðvar, sem settar höfðu verið á fót. Læknar á þessum stofnunum, sem voru hræddir við afleiðingar þess að fólkið yrði látið neyta eiturlyfjanna óendanlega, fóru að reyna að gefa þvl
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.