Úrval - 01.05.1981, Page 10

Úrval - 01.05.1981, Page 10
8 ÚRVAL inni hjá NRAO, stjörnuathugunar- stöð sem er skammt frá Green Bank í West Virginia í Bandaríkjunum. í Ozma I og síðar í Ozma II, sem stóðu yfir frá 1972 til 1975, fylgdust vísindamenn með 650 stjörnum ekki langt undan í þeirri von að heyra einhver merki frá þeim, önnur en þennan venjulega hávaða sem heyrist úti í geimnum. Þeir vonuðust til að heyra eitthvað sem segði: ,,Þið eruð ekki einir, gangið í stjörnu- klúbbinn.” Dulmerkin hefðu getað verið í formi stærðfræðilegra formúla, þyngd einhverra efna á borð við úraníum eða þá eitthvað annað sem augljóslega hefði verið sent út sem fyrirfram ákveðið merki. En ekkert merkið heyrðist. Áhugi manna á að rannsaka það sem fram fer utan jarðarinnar sjálfrar dvínar ekki og góðar vonir eru um að alþjóðlegt samstarf komist á á þessu sviði. í Sovétríkjunum er starfandi sérstök nefnd sem skipuleggja á þessar athuganir. Hún hefur yfir að ráða 600 loftneta risatæki í Kákasus sem fylgjast á með hljóðum utan úr geimnum. I Kanada eru vísindamenn að kanna sérstaklega nokkrar nær- liggjandi stjörnur í ALGONQUIN Radio Observatory í Ontario. í Puerto Rico hjá Arecibo rann- sóknarstöðinni er útvarps- og stjömu- kíkir með loftnetsskermi sem er eitt þúsund fet í þvermál. Þessi skermir hefur hundrað sinnum stærra söfnunarsvið og er sex sinnum kraft- meiri en sá sem NRAO notaði fyrst til þess að hlusta eftir hljóðum úr geimnum í Ozma-áætluninni. Á einum tíunda úr sekúndu getur tækið framkvæmt það sem gert var á tveimur mánuðum í Green Bank árið 1960. Tækið getur greint hljóð sem kynnu að vera komin frá mannlífi í allt að 30.000 Ijósára fjarlægð. Prófessor Drake gerir sér full- komlega ljós vandkvæði þess að ná megi sambandi við lifandi verur ein- hvers staðar úti í geimnum: ,,Við erum að leita að saumnál í heystakki sem er stærri en hægt er að gera sér grein fyrir, segir hann. Jafnvel hinum ótrúlega kraftmikla Arecibo- stjörnukíki þyrfti að beina 1 20 milljón áttir til þess að hægt væri að kanna allan himingeiminn. Hingað til hafa aðeins um eitt þúsund stjörnur eða þar um bil — flestar mjög nærri okkur — verið rannsakaðar, og þá á aðeins fáum rásum. Þar sem stjarnfræðingar verða að geta sér til um, hvaða útvarpstíðni verur í öðrum heimi myndu nota til þess að senda út merki sín, yrði það fyrir hreina tilviljun að samband næðist. Verið gæti að merkin væru af yfírlögðu ráði send í áttina til okkar eða að þau næðu hingað fyrir ein- hverja tilviljun. Svo mætti líka ímynda sér að háþróuð tækni- samfélög sendu merkin í áttina til okkar í fáeinar klukkustundir á ári og þá gætum við annaðhvort orðið of sein eða of fljót á okkur við að taka upp „símann”.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.