Stjörnur - 01.06.1948, Page 6

Stjörnur - 01.06.1948, Page 6
Hanct dreymdi ekki um stjörnufrœgð BARBARA HALE heitir ein af þeim nýju. Hún kom ekki þeirra erinda til Hollywood að verða kvik- myndastjarna, hón hafði aldrei latið sig dreyma um slíkt, en áður en hón vissi var hón komin í kvikmynd. Hón er fædd og uppalin í lítilli borg í Illinoisfylki í Bandaríkjun- um, komin af millistéttarfólki. Er hón hafði lokið skólanámi gerðist hón barnfóstra, síðan framreiðslu- stólka á hóteli og vann að vélritun, ef hón átti afgangsstund, því hón var að safna sér aurum til að komast á listaskóla í Chicago og henni tókst að komast það. Svo var það einn dag að hón var stödd á götuhorni ásamt stöllu sinni við fjölfarið stræti einmitt þegar um- ferðin var hvað mest. Allt í einu staðnæmdist glæsilegur bíll rétt hjá þeim og ökumaður hans horfði með mikilli at'hygli á stólkurnar, einkum Barböru. En í sama mund og hann ætlaði að fara að ávarpa þær gaf umferðalögreglan merki um að hann yrði að halda áfram. Honum gafst aðeins tóm til að afhenda stólkunum nafnspjald sitt. Þar gaf að líta að maðurinn væri fulltrói hjá klæða- firma og auglýsinga'stjóri þess, „Það hlýtur að vera þó, sem mað- urinn vill fá að tala við“, sagði Bar- bara við vintólku sína. „Þó ert svo vel vaxin“. Nokkrum dögum síðar hvarf Bar- bara Hale frá Chicago og heim til sín. Maðurinn sem nafnspjaldið rétti sagði frá því, er hann kom til fyrir- tækis síns að hann hefði hitt óvenju fállega stólku, sem myndi passa prýðilega sem klæðasýningardama og hlyti að sóma sér vel á auglýs- ingamyndum fyrir klæði fyrirtækis- ins. Bara að hón léti nó til sín heyra. En Barbara lét ekkert af sér frétta. Þessi skrítna saga barst nó frá manni til manns í fyrirtækinu og nokkrum dögum síðar sagði einn starfsmaðurinn vinkonu sinni frá þessu og þá kom upp ór kafinu að hún þekkti einmitt stólku, sem hafði orðið fyrir slíku. Nú var hafin rann- sókn. Þetta var þá vinkonan. Hún 6 stjörnur

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.