Stjörnur - 01.06.1948, Side 8

Stjörnur - 01.06.1948, Side 8
N Ý ÍBÚÐ Gamansaga eftir HASSE Z. Það er sunnudagur og fagurt veS- ur. Við fluttum í gær hingað í íbtíð- ina og erum mjög hamingjusöm. Sólin skín inn um gluggan. Utsýnið dásamlegt. Heiðblár himininn hvelf- ist yfir víðáttumikilli sléttu, í fjarska blá vík. Trumba er slegin einhvers staðar í nágrenninu og neð- an af götunni heyrist hlátur barns. Að öllum líkindum er hlegið í til- efni af góða veðrinu. Ibúðin hefur nýlega verið lagfærð og veggfóðrið er óaðfinnanlegt. Eg þrýsti á kveikthnappinn og það verður ljós, ég skráfa frá vatnskran- anum í baðherberginu og vatnið rennur tært í skálina. Allt í lagi. Nákvæmlega eins og það á að vera Mér finnst ég verði að kaupa fall- egan blómvönd. En verzlanir eru lokaðar í dag. En þegar ég opna gluggan, sem veit út að strætinu, rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Yfir okkur steypist foss skerandi óhljóða. Það er eirihver að garga á grammó- fón og það hlýtur að vera elzti grammófónn heimsins. • — Það er ekki hér í húsinu, segir konan mín. Það skiptir engu máli, segi ég. Eg ’hata grammófó’na. Hvernig í ó- sköpunum stendur á því að þeir skuli ekki enn 'hafa verið gerðir landrækir. — Loltaðu glugganum. — Þýðingarlaust. — rrr — óóó — sss —• iiin — mí — in — Ég elsk — ka — ka — ka — ka — ka þig. Eg forða mér út og burt. Allar blómaverzlanir eru opnar, en ég kaupi engin blóm. í dag er dyrabjöliulögnin slitin í sundur. Það þýðir ekkert að þrýsta á hnappinn við dyrastafinn. Við höf- um sett miða á hurðina: Berjið. Við hlustum. Okkur heyrist al'ltaf ein- hver vera að berja. Stöðugt ráp til dyra: Enginn þar. Ég tala við 'húseiganda í síma. — Það verður sendur maður til að athuga þetta. En sá góði maður lét ekki sjá sig þann daginn. En vinur minn einn, sem verið hefur erlendis kem- ur. Ber að dyrum. Enginn heyrir. Hann snýr aftur til sama lands, og ég sé hann aldrei framar. 8 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.