Stjörnur - 01.06.1948, Qupperneq 12

Stjörnur - 01.06.1948, Qupperneq 12
,/Eg er bara SÖngvai'í # segir Lauritz Melchior. Hann leikur í kvikmyndum í sumarleyfum sínum. Ekki þarf mikinn mannþekkjara til að sjá, að þar sem Lauritz Mel- ohior fer er góður maður og glað- lyndur. Sjáum hann í kvikmynd, lít- um framan í hann í prentsvertu dag- blaðsins eða tímaritsins: Ur augum hans og allri ásjónú skín gleðin og góðvildin, eins og hún gerist bezt hjá feitum Dana. Og auðvkað er Lauritz Meldhior danskur, en árum saman hefur hann verið fastur starfsmaður við Metro- politanóperuna í New York. Hann náði á miðjum aldri því mikla tak- marki, sem öllum söngvurum þykir mest til koma, að vera ráðinn til þessa mikla söngleikafeúss, er hæst þykir bera af öllum slíkum í ver- öldinni. En það þarf auðvitað ekki að taka það fram hér í þessu blaði, að Lau- ritz Meldhior er ekki síður vinsæll kvikmyndaleikari en söngvari í ó- perum og útvarpi, er skemmst að minnast myndarinnar „Sundmærin“, er naut geysivinsælda um allar jarð- ir, en þar lék hann eitt aðalhlutverk- ið ásamt Van Jdhnson og Estiher Williams. Og enda þótt þau tvö séu allra augnayndi, og ástarsaga þeirra væri uppistaða myndarinnar, mun mörgum hafa . farið svo, að hinn roskni, glaði söngvari, sem hvarf upp í fjalla'hótelið til að megra sig, yrði þeim eftirminnilegasta persónan, og leyfi sér að fullyrða að það hafi verið Lauritz Melchior, sem bar myndina uppi og gerði hana frábrugðna venjulegum glansmynd- um frá Hollywood. Næsta mynd hans þar á eftir höf- um við ekki séð. Hún heitir „Tvær systur frá Boston“. En, sem sagt, Lauritz Meldhior er fyrst og fremst óperusöngvari, hann leikur aðeins í sumarhléum óperunnar. Og enda þótt Lauritz þyki gaman „að lyfta sér upp við að leika í kvikmyndum“, eins og 'hann kemst að orði, vill hann ekki heyra það nefnt, að hann sé kvikmynda- stjarna. Lauritz Meldhior er fæddur og uppalinn í Kaupmannaköfn, sonur kennaraíhjóna. Hann réðist ungur skrifstofumaður hjó tónlistarforlagi, en eyddi öllu því fé, sem hann gat við sig losað, til söngnáms. Hann 12 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.