Stjörnur - 01.06.1948, Page 14

Stjörnur - 01.06.1948, Page 14
nokkurt skeið vegna raddbreytingar- innar og þegar hann kom fram að nýju söng hann tenórfhlutverkið í Tannlhauser, og með því sló hann í raun og veru í gegn, og hefur síð- an verið einn af fremstu Wagner- söngvurum, sem uppi hafa verið. Þess má geta að á þessum árum voru þeir vinir og söngfélagar Laur- itz Melchior og Pétur A. Jónsson og mun eldti hafa mátt á milli sjá hvor þeirra var vinsælli. Þeir höfðu báðir — og hafa — geysisterka rödd af tenórum að vera, svo að söngur þeirra nær ætíð yfir hin háværustu hljóðfæri fjölmennra ‘hljómsveita. Lauritz fór fljótlega úr þessu að fá tilboð frá erlendum söngleika- 'húsum, fyrst í Englandi, síðar í Þýzkalandi og loks í Bandaríkjun- um, söng hann í öllum þessum löndum við feikna vinsældir. 1926 söng hann fyrst sem gestur við Metropolitanóperuna í New York, og fólkið tó'k honum opnum örm- um. Fáum listamönnum hefur — eftir fyrstu byrjunarörðugleikana — orðið brautin eins bein til viðurkenn- ingar og frægðar, og fáir söngvarar hafa eins lengi og hann haldið heið- urssæti sínu, óskertu og vaxandi vinsældum. Lauritz Melch.ior hefur verið ham- ingjumaður enda þótt sorgir hafi -áótt hann heim sem flesta aðra menn. Hann hefur átt tvær góðar konur. Fyrri konu sína missti hann eftir skamma en ástsæla sambúð. Þau eignuðust tvö börn, sem nú eru orðin fullorðin. Seinni konu sína, sem hann getur bráðum hald- ið silfutbrúðkaup með, fékk hann senda ofan úr skýjunum. Þetta er bókstaflega satt, þótt undarlegt megi virðast. Maria Hacker heitir seinni kona Melchiors. Hún var kvi'kmyndaleik- kona og lék einkum glæfrahlutverk. I myndinni sem hún var að leika í um þessar mundir átti hún að varpa sér úr flugvél í falihlíf. Svo hafði verið ráð fyrir gert að hún kærni niður á flugvöll, en það fór öðru vísi en ætlað var, hún hafnaði í trjágarðinum fyrir framan hús Mel- ohiors. I fallinu meiddi hún sig á fæti. Lauritz kom hlaupandi út og bar stúlkuna inn á örmum sínum. Hann hringdi auðvitað strax eftir lækni, en það var engin hætta á ferð- um, aðeins smávegis meiðsl. Tveim dögum síðar drakk stúl'kan te í boði Melohiors og fór þegar vel á með þeim. Tvö ár liðu þó áður en þau giftu sig. Maria Hadher hélt áfram á meðan að leika í kvikmynd- um. „En það var ekki nokkur fr.iður“, segir hún. „Lauritz hringdi til mín öllum stundum, og loks skildist mér að ef ég ætti að öðlast ró og stund- legan frið á minni skömmu ævi, þá væri líklega ekki um annað að ræða en gi'ftast honum“. Og þeir, sem til þekkja skilja það mæta vel, að Lauritz hafi sótt það 14 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.