Stjörnur - 01.06.1948, Síða 22

Stjörnur - 01.06.1948, Síða 22
andi, þeim, sem ekki eru meðfæri- legir ? Hver hefur skapað þessa stemningu ? Eru það vinir og vanda- menn, sem aðvara og „sannfæra“, eða er hér um að ræða leigða þjóna kvikmyndafélaganna, sem í gerfi vin- samlegra leiðbeinenda tala máli yf- irboðaranna og vekja ótta. A meðan á styrjöldinni stóð var kvikmyndaframleiðslan mjög mið- uð við stríðsáróðurinn eða myndirn- ar ætlaðar til skemmtunar hermönn- um. Þá lokaðist að vísu markaður- inn fyrir Hollywoodmyndirnar víðs- vegar um heim, en svo virðist sem gjaldeyrisskorturinn og innflutnings- hömlur eftirstríðsáranna taki enn- meir á þolrif kvikmyndaframleið- endanna. Ymsar sparnaðárráðstafan- ir hafa verið gerðar t. d. hafa flest kvikmyndafélögin lækkað laun hinna hæstlaunuðu kvikmyndaleik- ara — og það er sagt að þeir hafi yfirleitt tekið þessu með mi'klum skilnigi — þ. e. þögn og þolinmæði. ÞAÐ MÁ í þessu sambandi minn- ast hinna frægu málaferla „rann- sóknarnefndarinnar á óamerískri starfsemi“, sem aðallega hafa beinst gegn ýmsum kvikmyndaleikurum, kvikmyndarithöfundum og kvik- myndastjórum. Sem kunnugt er hef- ur risið sterk ofsóknaralda gegn öllum kommúnistum í Bandaríkj- unum og eru þeir, er játa fylgi sitt við kommúnista, vægðarlaust stimpl- aðir óþjóðhollir landráðamenn. Rannsóknin í Hollywood vakti alheimsathygli, voru þar ýmsir menn leiddir fyrir rétt og ákærðir, en aðrir kallaðir fram til vitnaleiðslu. Vakti það nokkra furðu, hve ginkeyptir sumir leikaránna voru fyrir því að vitna gegn félögum sínum. En hvérnig sem á því stóð var réttar- höldunum hætt í miðju kafi, til- kynnt að þeim yrði frestað um óá- kveðinn tíma. Síðan eru liðnir nokkrir mánuðir og ekkert virðist bóla á áframhaldi þeirra. SÁ, SEM einna harðast hefur orð- ið fyrir 'barðinu á „óamerísku rann- sóknarnefndinni“, er Charles Chap- lin. Gengi hans í Hollywood, — og í Ameríku yfirleitt, — hefur stöð- ugt farið hrakandi hin síðustu ár og stappar nú nær óvinsældum. Síðasta kvikmynd hans ,Monsieur Verdoux* hefur verið tekið með kulda, jafnvel hinir trúustu aðdáendur hins fræga snillings telja hana standa að baki fyrri myndum hans. En fyrst og fremst er hér um að ræða pólitískar ofsóknir því Gharles Chaplin hefur aldrei farið dult með hinar róttæku þjóðmálaskoðanir sínar, enda eru þær undirstraumurinn í öllum kvik- myndum hans. AÐ HUMPHRE BOGART sé meir en lítið varkár hermir — auk þess sem áður er sagt — eftirfarandi saga. Við réttarhöldin var hann á- Framh. á síðu 27. 22 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.