Stjörnur - 01.06.1948, Síða 26
Alexander uppi slyppur og snauð-
ur.
En brátt gafst nýtt tækifæri. Para-
mountkvikmyndafélagið í Holly-
wood réð Alexander Korda til að
stjórna kvi'kmyndatöku sinmi í Eng-
landi. Þegar með fyrstu myndinni
'hafði hann slegið í gegn. Nokkrum
vikum síðar var stofnað nýtt kvik-
myndafélag í London. Það hét ,Lon-
don Film Produktionk Að því stóðu
fjársterkir menn, en töglin og hagld-
irnar hafði Alexander Korda, þegar
í uppháfi og hefur enn. Nú er þetta
eitt voldugasta kvikmyndafélag í
heimi. Einkennismerki þess er „Big
Ben“ hin hljómsterka og fagra dóm-
kirkjukiukka í London.
Það er ekki of mikið sagt þótt
fullyrt sé, að Alexander Korda hafi
lagt hornsteininn að hinni nýju
kvikmyndaframleiðslu Englendinga,
sem á síðustu áratugum hefur rutt
sér braut til vegs og virðingar í
heimi kvikmyndanna og stendur að
ýmsu leyti mjög framarlega hvað
gæðum viðvíkur.
Þess má geta að báðir yngri bræð-
ur Alexander Korda hafa komist
vel til manns og orðið nafnkunnir
menn. Zoltan heitir miðbróðirinn.
Hann tó'k þátt í fyrri heimsstyrjöld-
inni sem óbreyttur hermaður. Eftir
stríðslokin hóf hann nám í kvi'k-
myndatækni í Budapest. Síðan lá
leið hans, líkt og bróður hans áður,
til Vínar, og þaðan til Berlínar. I
báðum þessum borgum vann hann
við kvifcmyndir. í Berlín gerðist
hann kvikmyndastjóri hjá U.F.A.,
hinu fræga þýzka félagi, eftir fjög-
ur ár þar lá svo l'eið hans til Holly-
26 STJÖRNUR