Stjörnur - 01.06.1948, Síða 30

Stjörnur - 01.06.1948, Síða 30
Kvikmyndasagan GULLSKIPIÐ Abalhlutver\: Signe Hasso, Gorge Raft og Hoggy Cormichael. II. Langdreginn ymjandi bílláðra lög- reglunnar rauf 'þögn 'hverfisins, og vakti Johnny Angel af þungum svefni. Hann reisti höfuðið hægt frá hörðum kodda steingólfsins, og áð- ur en hann hafði að fullu áttað sig á því, sem gerst hafði hrundi lög- reglan upp hurðinni og nokkrir menn — þar á meðal Sam Jewell — þustu inn með reiddar skammbyss- ur. — Hvar er stúlkan, spurði Johnny og greip í hvítan kjólboðung Sams. •— Þú hefur auðvitað ekkert séð. Nei. Sam halfði ekkert séð, aðeins heyrt skothvellina og 'hlaupið út. Þetta er þitt einkamál, Johnny, sagði hann. Fyrirliði lögreglumannanna yfir- heyrði Jo'hnny. Hann ha'fði engu að leyna og sagði hvað hann hefði séð. En hann hugsaði með sér: Sam veit meir um þetta, en hann vill láta uppi. ★ En það var líka annar maður, sem vissi meir en Johnny Angel. Celestial hafði beðið eftir Johnny. með bíl sinn fyrir utan kaffihúsið, eins og áður er sagt. Þegar ‘hann heyrði skot- hvellina hafði hann ekið bílnum inn í hliðargötu. Allt í einu sá hann Paulette koma hlaupandi, hann opn- aði bílhurðina og hún stökk inn. Hann ók burt. Eitthvað . . . Hún nefndi heldur engan ákvörðunarstað. Hann spurði einskis. Hún var því fegin að fá hvíld stundarkorn þar sem hún gat verið óhult. Hún vissi ekki hvert skyldi halda. Caiestial ók í úthverfi borgarinn- ar. Hann stöðvaði bílinn við hús eitt gamallt og ekki ríkmannlegt. Hann snéri sér við i sætinu, horfði á Paulettte og sagði: — Jæja, þá erum við komin. Hér býr frændi minn, það er bezti ná- ungi, hann hefur að vísu einu sinni komist í smávegis klandur, en hann er ekki verri fyrir það. Þér getið fengið að vera hér, ef þér viljið. Paulette mældi Celestial með aug- unum. Var henni óhætt að treysta honum? Gátu búið nokkur svikráð að baki þessum sakleysislegu aug- um. Svipur Celestials var alvörugef- inn, en einstaklega góðmannlegur. Hún fylgdi honum inn í húsið. 30 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.