Stjörnur - 01.06.1948, Síða 32

Stjörnur - 01.06.1948, Síða 32
undan, en sagði alla söguna. Það var langt mál. Hana tók það sárt að þurfa að lýsa dauða föður hans. — Ég skil dlfinningar yðar, sagði hún, — því ég missti einnig föður minn. — Var hann einnig um borð? spurði Johnny. Nei, svaraði hún. — Það skeði í Casablanca. Faðir minn hafði tekið að sér vörslu á fimm miljón dollara virði af frönsku gulli. Hann var myrtur og gullinu stolið. Ég komst að því að flytja átti ránsfenginn með „Émmaline Quincy“ til New Orle- ans. Ég ákvað að reyna að komast með, til þess að færa sönnur á sak- leysi föður míns. Ég vissi, að föður yðar myndi vera ókunnugt um þenn- an dýra farm, sem hann flutti. Ég fór því á fund hans og bað hann að lofa mér að verða með. Faðir minn og hann voru kunnugir, og einu sinni hafði faðir yðar komið i beimsókn til okkar. Ég minnti hann á þetta. Hann var í fyrstu í vafa um það, hvort rétt væri að ég yrði með, en féllst svo á það. Ég hafði ekkert vegabréf, - og þetta var á síðustu stundu. En hann hélt, að það myndi ráðast fram úr því, er við kæmum á leiðarenda. — Var gullið sett um borð í Casablanca? spurði Johnny Angel. — Nei, svaraði hún. — Það varð ekki fyrr en við vorum komin út í rúmsjó. Þá kom. bátur með það, og því var lyft um borð í kössum. Svo 'bar lengi vel ekkert til tíðinda. Ég var alltaf óttaslegin. Svo var það einn daginn, er við Angel skipstjóri sátum og spjölluðum saman, að skot- hljóð heyrðust. Á sömu stundu kom annar stýrimaður og hrópaði, að það væri uppr-eisn á skipinu. Síðan gerð- ist allt í einu vetfangi. Mér var hrundið inn í klefa minn. En ég sá, þegar faðir yðar var skotinn, og heyrði skothríðina og brothljóðin, er klefinn, sem gullið var geymt í var brotinn upp. Ég heyrði líka að einhver sagði, að „Delfinen“ bátur Paul Jewens, sem væri bróðir Sams þess er ræki næturklúbbinn í New Orleans, myndi mæta okkur og flytja gullið í land. En alit í einu mundi einhver eftir mér og hrópaði, að mér yrði að koma fyrir kattarnef. Ég hafði auðvitað læst að mér og ég netiaði að opna. Þeir skutu þá í sundur læsinguna, en á meðan hafði mér gefist tóm til að smeygja mér út um vindaugað og fram á efra þil- farið. Það var skotið á eftir mér. Skipið virtist mannlaust, en ég sá, að lítill bátur var við skipshliðina. Ég stökk niður á neðra þilfarið og um leið og ég fell um koll heyrði ég þytinn af nýrri kúlu, hún skall í járnplötu rétt við höfuðið á mér. Ég sá, að það var maður, sem veitti mér eftirför, og mér skildist, að eina vonin um líf var að látast varpa mér fyrir borð. Ég losaði mig við kápuna, sem ég var í, og r.ak upp néyðaróp. Mér tókst svo að smjúga fram með einu lestaropinu og dylj- 32 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.