Stjörnur - 01.06.1948, Side 33

Stjörnur - 01.06.1948, Side 33
ast þar undir hlífðarstriga. Leitar- maðurinn var það langt á eftir mér, að hann uppgötvaði ekki bragð mitt, og gekk í gildruna, enda hafði hann víst um ærið að hugsa. Skömmu síð- ar heyrði ég að vél „Delfinens“ fór í gang og að hann lagði frá. Ég vissi að ég myndi vera ein lifandi um borð, og mig grunaði að botnventl- ar skipsins myndu hafa verið opn- aðir og að 'það hlyti því að sökkva innan skamms. Hér tók hún sér málhvíld og ó- sjálfrátt 'lagði Johnny Angel hönd sína yfir hennar og strauk hana ást- úðlega. Svo hélt hún áfram. — Þegar ,.Delfinen“ var kominn kippkorn frá, hvarf ég úr felustaÖ mínum og gægðist í áttina til báts- ins. Ég heyrði hrópað: „Skjóttu ekki!“ Og þrír menn réttu hendurn- ar upp fyrir höfuð sér. Það stóð ein- hver í skýli'sgættinni — ég sá ekki hver það var —. Ég heyrði skotin ríða af, hvert á eftir öðru, og alla þrjá mennina hníga niður. Síðan vissi ég ekki meira. Mér tókst að loka botnventlunum og eftir tvö dægur komuð þér um borð. Meira hef ég ekki að segja. H ún þagnaði. Johnny starði hugsi út í bláinn. Þeir vita um hana. Þeir _ skutu á hana í gær, og þeir munu ekki gefast upp fyrr en í fulla hnef- ana með það, að ná lífi hennar. Það getur verið Sam, hugsaði hann. Fyr- ir fimm milljónir dollara í gulli væri honum trúandi til að myrða sinn eigin bróður, hvað þá vanda- lausa. Það eitt er víst, að ég má ekki missa sjónar á Paulette. Hún þarfn- ást aðstoðar minnar, og ég vil ekki að hún verði þessum illmennum að bráð. Mér er orðið of hlýtt til henn- ar til þess. Kannski þykir mér jafn- vel vænna um hana, en mér er Ijúft að viðurkenna. Þegar hann leit á hana og sá hve hrærð hún var og hjálparvana, fyllt- ist hugur hans af slíkri ástúð til hennar, að hann vissi ekki fyrr, en hann hafði hallað henni að sér og kysst hana. — Vertu óhrædd, sagði hann. — É'g skal gæta þín. Bíddu hér hjá Celestial og láttu engan sjá þig. ★ Johnny Angel fór nú á fund hafn- arstjórans og bað um upplýsingar um „Delfinen“. — Lengd 40 fet. Diselvél. Eigend- ur Paul og Sam Jewell. Hefur ekki verið í höfn uppá síðkastið. — Reynið að komast eftir því, hvar hann er niðurkominn núna. Má gera ráð fyrir að málað hafi verið yfir nafn og númer. ★ Næst lá fyrir Johnny að heim- sækja Lilah, konu Gustys. Ef hún vissi ekki neitt, varð hann að nota hana til að útvega nauðsynlegar upp- lýsingar. Hún var ástfangin í Johnny STJÖRNUR 33

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.