Stjörnur - 01.06.1948, Side 54

Stjörnur - 01.06.1948, Side 54
orð: Morðingi. En fyrir þetta eina orð varð líka kvikmyndafélagið að greiða 55.000 doilara aukaþóknun. Dýrt spaug 'það. Leikari í Adamsklæðum. ILLA FOR fyrir Kurt Kreuger — kunnur m. a. úr myndinni „Hótel Berlin“. Hann býr í allafskektu út- hverfi Hollywoodborgar, og er góð- ur baðstaður við hús hans. Þarna er friðsælt og fáförult og hreinasta Paradís, enda iðkar leikarinn mjög sund og gengur allsnakinn í sumar- b'líðunni, því hann á þarna engra manna von fremur en Adam for- faðir vor. Honum brá því heldur en ekki í brún einhverju sinni, er hann blaðaði í frægu myndablaði, þegar hann sá heilan myndaflokk af sér sjálfum allsnöktum. Blaðaljós- myndari hafði þá læðst inn í Para- d'ís, án þess Kurt yrði hans var, og tekið af honum fjölmargar myndir í öllum Ihugsanlegum stellingum. Það eina sem leikarinn bar umfram það sem honum var í upphafi áskap- að, voru svört sólgleraugu. Betty Grable og bófarnir. í SÍÐASTA hefti var sagt frá viðskiptum skammbyssumannsins, og Red Skeltons, er hafði af honum fé með svikum og hótunum. Betty Grable hefur einnig komizt í kynni mið ameríska bófa. Það var ekki núna á gamlárs- Adele Jergens er jáklcedd, en vel búin, eins og vera ber um vinsœla Hollywood- stjörnu. kvöld, heldur árið þar áður, að hún var ásamt manni sínum í nætur- klúbb einum, sem reyndar var ekki af fínni sortinni, 'hálfgildings leyni- krá og spilavíti. Rétt fyrir miðnætti ruddist inn vopnaður bófaflokkur, rak gestina í eitt horn spilasalarins og beindi að þeim byssukjöftunum 54 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.