Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 14

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 14
Arsrit Torfhildar III Hannes Sigfússon lýsir því vel í ævisögu sinni, Framhaldslíf förumannsins, hversu erfiðlega gekk að finna hugsun sinni og tjáningarþörf heppilegan farveg. En það var ekki einungis útjaskað ljóðformið sem batt hendur hans: Ég var aftur á móti óskrifað blað og óráðin gáta í bókmenntalegu tilliti og næstum blindur á annan skáldskap en var í ætt við Stein. Auk þess var ég enn á þeim buxum að mér væri fyrirhugað að verða skáldsagnahöfundur þegar tímar liðu fram.12 Þessi orð viðhefur hann þegar þeir Steinn eru útí Svíþjóð 1945 og fletta gegnum tímarit svokallaðra 40-talistanna sem var fámennur hópur modernískra ljóðskálda með Erik Lindegren og Karl Venneberg í fararbroddi. Þannig má segja að Steinn og skáldsagnadraumurinn hafi blindað Hannes gagnvart þeim skáldskap sem gat leyst hann úr bjarginu. Ekki er ólíklegt að sem leitandi ljóðskáld á þessum tímum hefði nafn Edith Södergran og skáldskapur hennar fljótlega komið fyrir augu hans og hreyft við honum. Löngu síðar þýddi Hannes ljóðabrot eftir hana og sést skyldleikinn vel í fyrstu línunum: Nú hylur jörðin sig aftur myrkri. Það er stormurinn sem stígur fram úr náttsvörtum gljúfrum og dansar sinn vofudans yfir jörðinni13 Tveim árum síðar, eða 1947, fór Steinn þess á leit við Hannes að hann þýddi The Waste Land e. Eliot. Þarna virðist Hannes í fyrsta sinn komast í kynni við há-modernískan texta, 12

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.