Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 14

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 14
Arsrit Torfhildar III Hannes Sigfússon lýsir því vel í ævisögu sinni, Framhaldslíf förumannsins, hversu erfiðlega gekk að finna hugsun sinni og tjáningarþörf heppilegan farveg. En það var ekki einungis útjaskað ljóðformið sem batt hendur hans: Ég var aftur á móti óskrifað blað og óráðin gáta í bókmenntalegu tilliti og næstum blindur á annan skáldskap en var í ætt við Stein. Auk þess var ég enn á þeim buxum að mér væri fyrirhugað að verða skáldsagnahöfundur þegar tímar liðu fram.12 Þessi orð viðhefur hann þegar þeir Steinn eru útí Svíþjóð 1945 og fletta gegnum tímarit svokallaðra 40-talistanna sem var fámennur hópur modernískra ljóðskálda með Erik Lindegren og Karl Venneberg í fararbroddi. Þannig má segja að Steinn og skáldsagnadraumurinn hafi blindað Hannes gagnvart þeim skáldskap sem gat leyst hann úr bjarginu. Ekki er ólíklegt að sem leitandi ljóðskáld á þessum tímum hefði nafn Edith Södergran og skáldskapur hennar fljótlega komið fyrir augu hans og hreyft við honum. Löngu síðar þýddi Hannes ljóðabrot eftir hana og sést skyldleikinn vel í fyrstu línunum: Nú hylur jörðin sig aftur myrkri. Það er stormurinn sem stígur fram úr náttsvörtum gljúfrum og dansar sinn vofudans yfir jörðinni13 Tveim árum síðar, eða 1947, fór Steinn þess á leit við Hannes að hann þýddi The Waste Land e. Eliot. Þarna virðist Hannes í fyrsta sinn komast í kynni við há-modernískan texta, 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.