Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 47

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 47
Arsrit Torfhildar Grimmdarseggurinn Macbeth á fáa sína líka í siðmenntuðu þjóðfélagi 20. aldarinnar. Enda þótt hann komist eigi í hálfkvisti við mestu harðstjóra sögunnar. Á hitt er að líta, að hreyfiafl grimmdar Macbeths, breyskleikinn, er hluti af manneðlinu. Án hans næði maðurinn eigi þroska. í leikritinu Fást eftir Goethe, er „hió ilia“, einkum freistingar djöfulsins, nauðsynlegur þáttur í tilverunni. Manninum er ætlað að berjast við það á leió sinni til þroska. Einstaklingurinn er í hættu á meðan honum skilst það eigi nægilega. Svo er komið fyrir Macbeth. Oft og tíðum verða á vegi okar ýmiss konar freistingar, eins og spár nornanna í Macbeth. Skynsemi okkar, hæfileiki okkar til að sjá hvaö er satt og rétt, og tilfinningar okkar, til að mynda, ástir, stolt og metnaóur heyja þá jafnan harða baráttu fyrir tilvist sinni. Á stundum lýtur skynsemin í lægra haldi. Ástæður þessa geta verið af ýmsum toga. Nákominn vinur eóa ættingi sem við höfum trú á, viljum vera í áliti hjá og síst af öllu glata, getur leitt okkur á villigötur, líkt og eiginkona Macbeths. Þá kunna vonir okkar og metnaður að hafa beðið skipbrot á lífsins ólgusjó. Þar eð stolt okkar og sjálfsvirðing eru í húfi, svífumst við oft einskis til að ná markmiði okkar og ryðja hindrunum úr vegi. í þessari viðleitni fremjum við ósjaldan siðferóisbrot. Fyrsta brotið er yfirleitt þungbærast. En hönd vanans slævir samviskuna. Engu aó síður er hverjum og einum í sjálfsvald sett að breyta fyrri lífsháttum á betri veg, rétta sinn hlut og ávinna sér traust annarra á ný, betra er seint en aldrei. Okkur ber að láta víti Macbeths að varnaði verða. Batnandi manni er best að lifa. 45

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.