Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 53

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 53
Arsrit Torfhildar Þaó er einnig athyglisvert að Jónas talar um örlög hefðarinnar, en samkvæmt Kristevu eru lögin, hið reglubundna, tengd föðurnum, hinu karllega reglubundna veldi, en flæði rökleysunnar og tilfinninganna því kvenlega, móðurinni. Þannig undirstrika þau orð sem Jónas notar um hefðina og tengir henni, föðurmynd hefðarinnar sem löggjafans sem Jónas vill losna undan, óskar dauða. II HEFÐIN. Þannig er gagnrýnin komin út fyrir Tistransrímur og beinist að sjálfri ljóða og vísnahefðinni. Þannig verður enn skiljanlegra hvers vegna Jónas og hefðin víkja sér undan hvoru öðru og hvers vegna Jónas veigrar sér vió að rífa rímurnar niður til fulls með því að vitna ekki í heilar vísur heldur brot, því hann kannast við faðerni sitt og veigrar sér við að ráðast á það nema óbeint með orðalagi einsog „Jeg gjet ekkji feingjið af mjer . . . Jeg læt mjer því linda . . . þó jeg kjinokji mjer við, að hafa það eptir . . . “(20-21) Annað dæmi er að finna í kostulegum lista sem settur er fram yfir nöfn sem „. . . hann er þá vanur að hafa í kjennínga stað . . .“(25) Þar er eitt orðið ekki skrifað allt heldur látið nægja að skrifa tvo fyrstu stafina og þannig gefið í skyn að orðið sé of ljótt til að eiga heima í ritgerðinni. Orðunum er raðað í stafrófsröð svo betra sé þó aö geta sér til um hvert orðið sé. Það stendur á milli orðanna skálkur og skömm með fjóra punkta í stað stafa, svo fátt kemur til greina annað en orðið skítur. Þetta er eini staðurinn þar sem siðferðiskenndin virðist vera stílnum yfirsterkari til þess að sýna fram á subbuskapinn í Tistransrímum og láta vita af því að honum er ekki til að dreifa í ritdómnum. Annars staðar virðist vera óhætt að láta orð flakka einsog „. . . óþverri og viðbjóður!“(28) til að lýsa viðfangsefni 51

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.