Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 11

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 11
Sama afstöðuleysi er á ferðinni í dómnum um bókina Steiktir svanir eftir Ólaf Pál 6. Þetta er stuttur dómur, álíka og dómar Jóhanns Hjálmarssonar. Kjartan lætur hjá líða að geta þess að Steiktir svanirsé fyrsta ljóðabók höfundar. Og ekki minnist hann einu orði á gæðin. Dómurinn er einfaldlega upptalning á efni ljóðanna, birt eru örstutt brot. Til hvers er verið að skrifa dóma sem bæta í engu við fréttatilkynningarnar? í gagnrýni sinni um bók Eyvinds P. Eiríkssonar, Viltu ljóí>75 setur Kjartan fram undarlega fullyrðingu. Þar segir hann frá stökum Eyvindar: en stök þessi má nærfellt kalla sérstaka bókmenntagrein sem Eyvindur hefur sjálfur lagt hornsteininn að og er hann að öllum líkindum eini stundandi hennar. Stökin..eru að mínu viti ein frumlegasta nýbreytni í hérlendum bókmenntum í seinni tíð...stak þarf ekkert endilega að vera ljóð í hefóbundnum skilningi, stak getur verið hvað sem er: spakmæli, ljóð, prósi, tilfmning, smámynd... Þetta er aldeilis stór fullyrðing. Og dæmi um spakmælistökur: "Orð mín eru/langir dagar án liðnu ...Orð mín eru/héðan og þaðan/og hingað. ...Orð mitt er/óttinn við ytra borðið. ...Orð mitt/er." Ég verð nú að viðurkenna, að ég get ómögulega komið auga á frumlega nýbreytni í þessu. Er þetta ekki einfaldlega heimspekilegt ljóð? Eins og ljóst má vera, tel ég að Kjartan eigi töluvert langt í land til að teljast til frambærilegra ritdómara. Það vantar allan kraft í hann, allt þor. Og stíllinn: Sigmundur Ernir Rúnarsson er maður ekki með öllu óþekktur. Hann er þó ekki aðeins þekktur íyrir það sem hann er þekktastur fyrir - sumir þekkja hann nefnilega íyrir annað, það er að segja ljóðin sem hann hefur ort. 8 Þetta er ekkert annað en stílleysi. 9

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.