Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 27

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 27
Nú skil ég barasta alls ekki. Var níundi áratugurinn í ljóðlist þá, að stórum hluta, súrrealísk óreiða. Ef svo er, hef ég aldeilis misskilið hugtakið illilega. Áður en ég lýk að segja af Árna Bergmanni, þá bið ég hann kurteisislega að skrifa frekar færri og vandaðri dóma en fleiri og óvandaðri. Og í guðana bænum láta af þeim ósóma að klessa mörgum bókum saman í einn dóm. Slíkt er argasta móðgun við lesesendur og skáld. Það er ekki svo vitlaust að ljúka þessari samtekt á "unglingum" í hópnum; Hrafni Jökulssyni. Undanfarin ár hefur Hrafn birst öðru hverju á síðum Þjóðviljans og ritdæmt bækur. Þegar þessi orð eru skrifuð er pilturinn reyndar kominn yfir á Pressuna, þar sem hann sér um menningu og listir. En það er önnur saga. Hér er hinsvegar skýrt frá afrekum hans á Þjóðviljanum. Eg ætla að halda því fram að Hrafn Jökulsson sé skemmtilegasti ritdómarinn sem nú skrifar, og stundum er hann líka bestur. Hann er ljóðskáld í fyrstu deild og það skilar sér út í stílinn: Sumum skáldum tekst best upp þegar þau yrkja um tómleika, heimsku mannanna og vonsku heimsins. Til þess að shkur skáldskapur sé trúverðugur þarf skáldið í raun að vera reiðubúið að segja sig úr lögum við guð og menn. Það verður að ganga á hólm við lífið, klífa upp á kjöhnn. Ella er hætt við að ljóðin verði eins og sundsprettur í sjálfsvorkunnarpollinum. 32 Hrafn er að mestu laus við þá óþarfa kurteisi sem er svo algeng þegar fyrsta bók höfundar er annars vegar. Auðvitað verður að taka tillit til þess að höfundurinn er óvanur stríðsmaður á vígvelli orðanna, en það er engin afsökun ef bók er slæm. 1988 gaf Steinar J óhannsson út bókina Lýsingarháttur nútíðar. Hrafn var ekki par hrifinn af orðlist Steinars.33 Hann byrjar á því að segja frá kenningu sem gengur út frá því að fyrstu bækur höfundar séu misgóðar ástarjátningar til helstu áhrifavalda á skáldskap þeirra: 25

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.