Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 79

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 79
hann. Þau stíleinkenui sem finna má í Djöflaeyjunni og miða að því að fanga lesandann og halda áhuga hans í krafti skemmtunar, ýkjukenndra frásagna og hálf gróteskra persónuleika eru torfundin í Einkamálum Stefanfu, enda virðist höfundurinn ekki líta á það sem hlutverk sitt. Sé Þar sem djöflaeyjan rís athuguð út frá sömu forsendum og Einkamál Stefaníu sést að táknvinnsla hennar er í grundvallaratriðum sú sama og í Einkamálunum. Nafnhverft samband tákna innan merkingarkjarnanna leiðir af sér veruleikablekkingu sem byggð er á raðkvæmum venslum táknanna. Rökrétt samband atburða í tíma, en einkum þó í rúmi, gerir ytri formgerð Djöflaeyjunnar að raunsærri frásögn þar sem táknmyndirnar verða merkingarbærar út frá því nafnhverfa samhengi sem þær standa í. Tengsl merkingarkjarna og merkingarauka eru á hinn bóginn frábrugðin þeim tengslum sem einkenna Einkamálin, því táknmynd hins nafnhverfa merkingarkjarna leiðir af sér myndhverfa táknmynd í merkingaraukanum. Það þýðir að á vissum stöðum í verkinu þar sem dregin eru fram orð og viðburðir með hliðstæðum, endurtekningum eða öðrum áherslum, er opnuð leið til víðari skírskotunar. Hin myndhverfa táknmynd merkingaraukans tengir við nafnhverft samhengið, eða einstaka þætti innan þess, atriði sem ekki eru hlutar af því eða tengjast því í gegn um orsakasamhengi. Á grundvelli þessa myndhverfa sambands táknmynda merkingarkjarna og merkingarauka birtist merking sem er all frábrugðin þeirri sem lesa má út úr hinu nafnhverfa yfirborði og myndar það sem er táknsætt í textanum. Dæmi um slíkt er atriði sem brugðið er upp þegar í fýrsta kafla verksins eftir að lesandinn hefur verið leiddur inn í miðpunkt þess, Gamla húsið, og virðist vera eins konar samantekt á sögu hússins og íbúanna. Gildi frásagnarinnar sem fyrirboða er að sjálfsögðu mikið þar sem hún er staðsett í fyrsta kafla verksins og reyndar vísar hún ekki aðeins á framgang viðburða í Djöflaeyjunni heldur langt út fyrir hana, allt til enda Gulleyjunnar og áfram til nýjustu bókar Einars Fyrirheitna landsins. Þannig verður þessi litla frásögn til að opna lesandanum einskonar dyr að herbergjum 77

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.