Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 79

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 79
hann. Þau stíleinkenui sem finna má í Djöflaeyjunni og miða að því að fanga lesandann og halda áhuga hans í krafti skemmtunar, ýkjukenndra frásagna og hálf gróteskra persónuleika eru torfundin í Einkamálum Stefanfu, enda virðist höfundurinn ekki líta á það sem hlutverk sitt. Sé Þar sem djöflaeyjan rís athuguð út frá sömu forsendum og Einkamál Stefaníu sést að táknvinnsla hennar er í grundvallaratriðum sú sama og í Einkamálunum. Nafnhverft samband tákna innan merkingarkjarnanna leiðir af sér veruleikablekkingu sem byggð er á raðkvæmum venslum táknanna. Rökrétt samband atburða í tíma, en einkum þó í rúmi, gerir ytri formgerð Djöflaeyjunnar að raunsærri frásögn þar sem táknmyndirnar verða merkingarbærar út frá því nafnhverfa samhengi sem þær standa í. Tengsl merkingarkjarna og merkingarauka eru á hinn bóginn frábrugðin þeim tengslum sem einkenna Einkamálin, því táknmynd hins nafnhverfa merkingarkjarna leiðir af sér myndhverfa táknmynd í merkingaraukanum. Það þýðir að á vissum stöðum í verkinu þar sem dregin eru fram orð og viðburðir með hliðstæðum, endurtekningum eða öðrum áherslum, er opnuð leið til víðari skírskotunar. Hin myndhverfa táknmynd merkingaraukans tengir við nafnhverft samhengið, eða einstaka þætti innan þess, atriði sem ekki eru hlutar af því eða tengjast því í gegn um orsakasamhengi. Á grundvelli þessa myndhverfa sambands táknmynda merkingarkjarna og merkingarauka birtist merking sem er all frábrugðin þeirri sem lesa má út úr hinu nafnhverfa yfirborði og myndar það sem er táknsætt í textanum. Dæmi um slíkt er atriði sem brugðið er upp þegar í fýrsta kafla verksins eftir að lesandinn hefur verið leiddur inn í miðpunkt þess, Gamla húsið, og virðist vera eins konar samantekt á sögu hússins og íbúanna. Gildi frásagnarinnar sem fyrirboða er að sjálfsögðu mikið þar sem hún er staðsett í fyrsta kafla verksins og reyndar vísar hún ekki aðeins á framgang viðburða í Djöflaeyjunni heldur langt út fyrir hana, allt til enda Gulleyjunnar og áfram til nýjustu bókar Einars Fyrirheitna landsins. Þannig verður þessi litla frásögn til að opna lesandanum einskonar dyr að herbergjum 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.