Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Qupperneq 83
tilhneiging margra listaverka nútímans sé eitt af einkennum
póstmóderismans og hana megi rekja til þess að hin móderníska
sjálfsvera, sem áður stóð að baki listsköpun og gerði ráð fyrir að
hægt væri að túlka hið innra í hinu ytra, hafi verið jöðruð og eftir
standi yfirborð þessarar sjálfsveru, sem þar af leiðir megni aðeins
að skapa verk þar sem dýptin er skyggð af yfirborðinu 12. Þessi
upplausn sjálfsverunnar hafi um leið í för með sér að tíminn og
skynjun hans víki fyrir rúmi og rúmskynjun, þannig víki öll
tilfinning fyrir sögulegu samhengi stflbrigða fortíðarinnar, sem
og tilfinning fyrir persónulegum stfl, og þess í stað grípur hin
afmiðjaða sjálfsvera til einhverra af þeim fjölmörgu stílum sem
listasagan hefur látið henni í té. Listsköpunin verður því að
tilviljanakenndri ránsferð um fortíðina, sem nú er orðin að eins
konar safni af ímyndun; eftirmyndum frummynda sem enginn
veit svo gjörla hverjar eru.
Samkvæmt Jameson byggist því nálgun sögunnar í listaverkum
samtímans á því að henni er mætt sem ímynd þess veruleika sem
var. Þessi ímyndasköpun birtist í tilhneigingunni til að líta á
ákveðið tímabil sem texta, sem síðan er notaður sem ígildi
sögunnar. Tímabilið birtist þá í formi þeirra stfltegunda sem
einkenndu það og þessar stfltegundir framkalla ímynd sögunnar.
Þegar litið er til Djöflaeyjunnar sést að strangt til tekið er þetta
ferli í verkinu framandi, þar sem í því er ekki verið að vinna með
stíleinkenni eða tilvitnanir í stfla sem tilheyra fortíðinni, heldur
er fremur verið að reisa sjálfstæðan söguheim á rústum hinnar
jöðruðu fortíðar. Kenning Jamesons skýrir út hvers vegna slíkt
er yfirleitt mögulegt, hún tengir þetta ferli við þróun
kapítalismans og einkenni á vöruframleiðslu síðustu áratuga, að
þessi einkenni eru sögulega skilyrt. Hugmyndir og sýnir
Jamesons um þetta efni byggja á hinu áhrifaríka riti Ernst
Mandels Siðkapítalisminn og því megin þema þess að í þróun
kapítalismans megi greina þrjú megin stig sem ætíð eru
díalektískar útfærslur stigsins á undan. Þessi stig eru:
markaðskapítalisminn, einokunarstigið eða
heimsvaldastefnustigið og stig fjölþjóðakapítalismans sem er
ríkjandi nú á dögum. Ákvarðandi fyrir þessa þróun er notkun véla
81