Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 85

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 85
að stigveldi há- og lágmenningar virðist hafa verið brotið niður, það sem áður var hálist er nú háð sömu framleiðsluafstæðum og afþreyingarlist var háð áður. Það væri því nær lagi að líta á tilkomu söguheimsins og útvíkkun veruleikahugtaksins sem tilraun höfunda til að færa tilvísanda tákna í verkum sínum frá hreinni endurframleiðslu veruleikans yfir í heim sem er skapaður af þeim sjálfum og er því að vissu leyti frelsaður undan oki fjöldaframleiðslunnar; einhverstaðar í ímyndunaraflinu býr eyland sem enn er ósnortið af fjármagninu. Nýraunsæið væri því hin eiginlega list fjöldaframleiðslunnar, listvél sem endurframleiðir yfirborð veruleikans og breytir honum í vöru. Færslan frá nýraunsæinu hafi því verið mótmæli, eins og áður sagði, en ekki eingöngu gegn lítilsvirðingu skáldskaparins, heldur einnig mótmæli gegn fjöldaframleiðslu, ímynda af veruleikanum. Þetta eru þverstæðukennd mótmæli því táknsæi söguheimurinn verður að byggja á einhverjum þekktum stærðum, eigi hann að geta haldið sambandinu við lesandann. Þessar þekktu stærðir eru ekki annað en ímyndir eins og áður sagði, hin sögulega vitund hefur verið jöðruð og eftir standa menjar sem söguheimurinn verður óhjákvæmilega að byggja á. Vilji höfundur koma fortíðinni til skila á einhvern hátt, á hann oftast ekki annarra kosta völ en að nálgast hana á írónískan hátt 13. í Djöflaeyjunni er írónían einmitt mjög sterkur þáttur og að hluta virðist hún vera byggð á þeim ímyndum sem eru tengdar fortíðinni, eða öllu heldur þeirri vitneskju sem viðtakandinn hefur fyrirfram um söguna. Söguhöfundur leikur sér því að sögulegri þekkingu lesandans með því að segja frá atburðum eins og síðari heimstyrjöldinni og tilurð braggahverfanna með háðsku brosi á vör, en umhverfi og persónum er lýst á sama hátt. Fjarlægðin sem skapast sökum þessa á milli atburða og lesanda kemur á þverstæðukenndan hátt í veg fyrir að lesandinn taki söguheiminn of alvarlega á sama tíma og hann samsamar sig honum. Írónían er því til að vekja upp ljúfsárar kenndir gagnvart þessum horfna ævintýraheimi braggahverfanna. í fjarlægðinni örlar ætíð á eilítið viðkvæmum tóni í stílnum, söknuði eftir horfinni veröld, eða ef til vill aðeins einhverri veröld sem ekki er 83

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.