Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Qupperneq 85

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Qupperneq 85
að stigveldi há- og lágmenningar virðist hafa verið brotið niður, það sem áður var hálist er nú háð sömu framleiðsluafstæðum og afþreyingarlist var háð áður. Það væri því nær lagi að líta á tilkomu söguheimsins og útvíkkun veruleikahugtaksins sem tilraun höfunda til að færa tilvísanda tákna í verkum sínum frá hreinni endurframleiðslu veruleikans yfir í heim sem er skapaður af þeim sjálfum og er því að vissu leyti frelsaður undan oki fjöldaframleiðslunnar; einhverstaðar í ímyndunaraflinu býr eyland sem enn er ósnortið af fjármagninu. Nýraunsæið væri því hin eiginlega list fjöldaframleiðslunnar, listvél sem endurframleiðir yfirborð veruleikans og breytir honum í vöru. Færslan frá nýraunsæinu hafi því verið mótmæli, eins og áður sagði, en ekki eingöngu gegn lítilsvirðingu skáldskaparins, heldur einnig mótmæli gegn fjöldaframleiðslu, ímynda af veruleikanum. Þetta eru þverstæðukennd mótmæli því táknsæi söguheimurinn verður að byggja á einhverjum þekktum stærðum, eigi hann að geta haldið sambandinu við lesandann. Þessar þekktu stærðir eru ekki annað en ímyndir eins og áður sagði, hin sögulega vitund hefur verið jöðruð og eftir standa menjar sem söguheimurinn verður óhjákvæmilega að byggja á. Vilji höfundur koma fortíðinni til skila á einhvern hátt, á hann oftast ekki annarra kosta völ en að nálgast hana á írónískan hátt 13. í Djöflaeyjunni er írónían einmitt mjög sterkur þáttur og að hluta virðist hún vera byggð á þeim ímyndum sem eru tengdar fortíðinni, eða öllu heldur þeirri vitneskju sem viðtakandinn hefur fyrirfram um söguna. Söguhöfundur leikur sér því að sögulegri þekkingu lesandans með því að segja frá atburðum eins og síðari heimstyrjöldinni og tilurð braggahverfanna með háðsku brosi á vör, en umhverfi og persónum er lýst á sama hátt. Fjarlægðin sem skapast sökum þessa á milli atburða og lesanda kemur á þverstæðukenndan hátt í veg fyrir að lesandinn taki söguheiminn of alvarlega á sama tíma og hann samsamar sig honum. Írónían er því til að vekja upp ljúfsárar kenndir gagnvart þessum horfna ævintýraheimi braggahverfanna. í fjarlægðinni örlar ætíð á eilítið viðkvæmum tóni í stílnum, söknuði eftir horfinni veröld, eða ef til vill aðeins einhverri veröld sem ekki er 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.