Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 7

Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 7
V IÐTAL eða um 340 þúsund manns. Jafnframt er hann vagga íslenskrar flugstarfsemi í þeim skilningi að flestir atvinnuflugmenn okkar hafa fengið þar flugþjálfun að meira eða minna leyti. Þá hefur hann gegnt mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll sem Akureyrarflugvöllur hefur raunar líka verið og nú hefur verið byggður fullkominn varaflug- völlur á Egilsstöðum. Þá hefur Reykjavíkur- flugvöllur til skamms tíma verið eini flugvöll- urinn á landinu þar sem alhliða þjónusta hefur verið veitt fyrir einkaflugvélar í millilandaflugi, þ.m.t. ferjuflugi. Hvar væri hugsanlegt að staðsetja kennslu- og ferjuflug og innan hvaða radíusar frá höfuðborgarsvæðinu? Erfitt er að sjá hvert flytja ætti kennslu- flugið. Enginn fysilegur staður fyrir sérstakan kennsluflugvöll er á höfuðborgarsvæðinu. Enda þótt svo væri myndi hann kosta hundr- uð milljóna sem greiðast yrðu af skattfé borg- aranna þar sem flugskólarnir gætu ekki borið slíkan kostnað. Mér finnst alveg eins koma til greina að snúa spurningunni við og spyrja: hvers vegna vilja menn flytja kennsluflugið frá Reykjavíkurflugvelli? Mjög fá slys hafa orðið vegna þessa flugs á flugvellinum eða við hann í hálfrar aldar sögu hans. Nokkur hávaði stafar af kennslufluginu en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að draga úr honum og þar kemur fleira til greina. Millilandaflug einka- flugvéla er mjög lítill hluti af heildarumferð um flugvöllinn eða innan við 5% af lending- um og flugtökum. Ymsir erfiðleikar eru á því að banna slíkt flug meðan Reykjavíkurflug- völlur er skráður alþjóðlegur flugvöllur. Hins vegar er hugsanlegt að takmarka það að einhverju leyti, t.d. með því að útiloka hávaða- samar flugvélar. Ef flytja ætti þetta flug af Reykjavíkurflugvelli er ekld annan kost að sjá en Keflavíkurflugvöll. Hvert er framtíðarskipulag flugvallarmála í Reykjavík og er hugsanlegt að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni um ókomna tíð? Ekki verður séð að annar betri kostur sé fyrir hendi en að endurbyggja Reykjavíkurflugvöll, þannig að hann geti áfram gegnt því hlutverki sem hann hefur í dag. Þó er hugsanlegt að setja einhverjar takmarkanir varðandi þær tegundir flugvéla sem þar mega lenda. Jafnframt kemur til greina að setja frekari reglur um það hvernig haga skuli flugi til að draga úr hávaðamengun og áhættu fyrir byggðina á höfuðborgarsvæðinu. Frá tæknilegu sjónarmiði kemur ekkert í veg fyrir að flugvöllurinn geti verið á núverandi stað til frambúðar. Tæknilegar framfarir í gerð flugvéla hafa einmitt gert flugvelli í grennd við þéttbýli fysilegri en áður og frá samgöngulegu sjónarmiði, hvort sem við horfum til landsbyggðarinnar eða innri mála höfuðborgarinnar, hefur það alla kosti að flugvöllurinn verði áfram á sama stað og nú. Hvernig verður fyrirhuguð flugstöð og hver verður megintilgangur hennar? Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvenær unnt verði að ráðast í byggingu flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Hins vegar mun undir- búningur að slíkri framkvæmd fara fram í tengslum við endurbyggingu flugbrautanna á Reykjavíkurflugvelli. Megintilgangurinn er auðvitað sá að allir þessir 340 þúsund farþegar, sem nú fara árlega um flugvöllinn, fari um sömu flugstöðina. Það veldur óneitanlega ruglingi oft á tíðum að flugrekendurnir skuli ekki hafa afgreiðslu á sama staðnum. Þó ég kunni vel við aðstöðuna hjá Flugleiðum, viðurkenni ég að hún er orðin gömul og lúin og við sjáum fram á það að flugfarþegum muni fjölga ef við náum þeim árangri með fjölgun erlendra ferðamanna sem við stefnum að. Þess vegna tel ég óhjákvæmi- legt að ráðast í byggingu nýrrar flugstöðvar. Ég tel að vangaveltur um framtíð Reykjavíkur- flugvallar einhvern tíma þegar kemur fram á næstu öld séu ekki efnislegt innlegg í þetta mál. Mannsaldur .er talinn þrjátíu ár og ætli það hafi nokkurn tilgang að hugsa lengra fram þegar við erum að velta fyrir okkur hvernig þjónustu við flugfarþega verði best fyrir komið á Reykjavíkurflugvelli. GLER GERÐAVOTTUN Merki sem tryggir gæðagler „Glerborgarglerborgarsig" GLERBORG SÍMI 565 0000 ...upp í vindinn 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.