Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Page 15

Upp í vindinn - 01.05.1996, Page 15
Frá því menn fóru að byggja sér hús til íveru hafa þeir notað tré til glugga- og hurðagerðar og tekist misvel til. Kröfur hafa aukist og fóru menn þá að velja til þess betri við, samtímis því að þróa betri varnir gegn fúa og veðrun. Kröfur um gæði og endingu aukast enn, og þar kemur að tréð einfaldlega stenst þær ekki þrátt fyrir allt sitt ágæti. Hin síðari ár hafa þróast gerviefni sem leysa önnur efni af. Eitt þeirra er PVC sem stendur fyrir Poly Vinil Chlorid, verður síðan uPVC og stendur þá u fyrir ultra violet, sem þýðir að viðkomandi efni er varið gegn útfjólubláum geislum sólar. Lengi vel áttu menn í erfiðleikum með sólarljósið sem vildi brjóta það niður en þar á fannst lausn, slík að nú stenst efnið fyllilega sól, sem og veðrun. f Evrópu hefur þróunin orðið á þann veg að nær helmingur allra framleiddra glugga er úr uPVC. Við skulum nú skoða hvaða rök hníga að því að velja PVC í stað viðar til glugga og hurðasmíða. 1. Hversu góður sem viðurinn er og hversu vönduð sem vinnsla hans er, þá heldur hann þeim eiginleikum sínum að þenjast, þrútna við upptöku raka. Þess vegna gengur illa að fá málningu eða hverja aðra yfirborðsvörn til að Ioða við hann. uPVC er litekta með sléttri áferð, þrútnar ekkert í raka, breytist lítið við hitabreytingar og er þess vegna 100% viðhaldsfrítt, heilan manns- aldur sem nýtt. 2. Oll höfum við kynnst opnanlegum fögum sem standa föst þegar opna skal eða lokast ekki, vegna þess að þau hafa þrútnað. Á PVC gluggum þekkist þetta ekki, af fyrrgreindum ástæðum. 3. Við höfum einnig kynnst útihurðum sem hafa undið sig þannig að rifa myndast bæði að ofan og neðan og er eðlileg afleiðing þess að önnur hlið hennar snýr út í allt að 100% raka en hin hliðin inn þar sem er þurrt loft og hlýtt. PVC hurð leitast hins vegar ekki við að vinda sig auk þess leggst hún í tvöfaldan þéttikant og læsist á 5 punktum, það pískar því ekki inn með henni þó rigni lárétt. 4. ísetning PVC glugga og hurða er auðveld og glerjun mjög fljótleg. Glerlistum er smellt í þar til gerðar raufar og yfirkíttun engin. Glugga- rammarnir eru soðnir saman á hornum en áður er heitgalvaniseruðu stáli rennt inn í þá til styrktar. 5. Sú tíð er liðin, að fólk vilji eyða frítlma sínum í endalaust viðhald, skrap og málun. Á fslandi sem annars staðar, er að breytast sú afstaða al- mennings, að spyrja ekki bara um verð, heldur einnig um gæði og endingu. Að framansögðu má ljóst vera að með tilkomu uPVC hafi fengist efni sem æskilegra sé en viður til glugga- og hurðagerðar. Verð hefur heldur lækkað á efninu á liðnum árum á sama tíma og timbur hækkar. f dag er því verð á uPVC glugga hliðstætt timburglugga sem keyptur er fullmálaður. Gluggar og Garðhús ehf. hafa 11 ára reynslu af smíði glugga, hurða, sólstofa o.þ.h. úr uPVC sem og álstyrktu uPVC. Gluggar og Garðhús ehf. nota einungis þýskt hráefni frá viðurkenndum framleiðanda með ISO staðal 9000.

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.