Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 18

Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 18
VIRKJANIR A AUSTURLANDI KoUóltaíLjrB; TILHOGUN 4 BRÚARLÓN 354 m y.s. 'Ttski/ir,Rrnvu síöwí twm ísir ’4/ ARNARDALUR^T 223 MW i 'i. ARNARDALSLÓN 548 m y.s. 1340 GL BRÚAR 412 MW ^MBnÉESar.TV-'i i- ' *■ HHfuótsdalur II 6 aPpEwsistt, _ FUÓTSDALUR I 210 MW rkTSKS ANIWR /Hnifcll Hornftrynji • HÁLSLÓN I 618 m y.s. jl í f 1500 GL J EYJABAKKALÓN verktími beggja virkjana 10 ár er um að ræða 530 ársverk á ári og hefur því mikil áhrif á vinnumarkað á svæðinu. Fjögur svæði draga að sér ferðamenn í grennd við virkjunar- og veitusvæði þau, sem nú er helst rætt um. Þar má nefna Herðu- breiðalindir og Oskju, Krepputungu og Kverkfjöll, Snæfellssvæði og að lokum þjóð- garðinn í Jökulsárgljúfrum ásamt Dettifossi og Hafragilsfossi. Breytt rennsli Jökulsár á Fjöllum hefur vitaskuld veruleg áhrif á Dettifoss og í jökuls- árgljúfrum í þá veru að sumarrennsli verður verulega minna en áður. Hugsanleg virkjun í eða við farveg árinnar mun þó hafa enn meiri röskun í för með sér en veita árinnar til Fljótsdals. Almennt mun aðgengi að hálendinu batna með virkjunum þar eð byggja þarf uppbyggða vegi að virkjunarstöðum vegna framkvæmda og reksturs virkjana. Ekkert er þó á móti því að takmarka umferð um þessa vegi, ef ástæða þykir til vegna verndunarsjónarmiða, en hjá Landsvirkjun hefur ríkt sú stefna lengi að öllum landsmönnum og eigendum fyrir- tækisins sé gefinn kostur á að sækja heim þau hálendi, sem þjóðin á. Þar má nefna veg um stærstan hluta Suðurlandshálendisins og vegi um Blöndusvæðið. Vegalagning að virkjunum þeim, sem hér eru til athugunar mun auðvelda aðgengi að ýmsum áhugaverðum svæðum og bjóða upp á möguleika fýrir aukna útivist á ósnortnum svæðum. 6. Áhrif veitna á LagarfIjót Með veitu beggja ánna, Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú til Fljótsdals mun vatns- rennsli um Lagarfljót allt að þrefaldast. Meðal- rennsli fljótsins í dag er um 112 m3/sek og gert er ráð fyrir að það muni aukast í allt að 320 m3/sek hluta úr árinu. Rannsóknir á árunum 1992-1994 staðfesta að unnt verður að tryggja óbreytt vatnsborð í Lagarfljóti með dýpkun á farvegi neðan brúarinnar, rýmkun á farvegi við Strauma og dýpkun farvegs ofan flóðgátta við Lagarfossvirkjun. Með þessum aðgerðum verður unnt að halda vatnsborðssveiflum minni en eru í dag í fljótinu. Ekki er gert ráð fyrir að veitur muni hafa áhrif á hitastig Lagarfljóts, því vatnsmassi þess, sem er um 2800 G1 ásamt sumarhitastigi og veðurfari munu ráða áfram hitastiginu. Grugg mun aukast verulega í Lagarfljóti, en lífræn framleiðsla þar er í dag það lítil að það grugg mun ekki hafa umtalsverð áhrif. Eftir veitu jökulsánna verður grugg um 140-150 gl/1, sem er svipað og hefur verið eftir fram- hlaup Eyjabakkajökuls og hefur verið í Blöndu áður en virkjað var þar. 7. Áhrif á sandstrendur við ósa ánna Grófur aur í framburði ánna mun setjast til í miðlunarlónum þeim, sem hér hafa verið nefnd. Þar með mun draga úr framburði ánna til strandar og upphleðslu sandanna í Axarfirði og Héraðsflóa. Verulegur framburður verður þó áfram til sjávar þar eð um 100 m3/sek rennsli mun verða til sjávar í farvegum beggja ánna þó svo að efri hluta vatnasviðs þeirra verði veitt til Fljótsdals. • Með veitu Jökulsár á Fjöllum gæti ströndin í Axarfirði færst innar um 200 m á næstu 100 árum. Er þá gert ráð íyrir aurskolun niður ána eins og hér að framan hefur verið getið. • Með virkjun Jökulsár á Brú og Hálslóni er áætlað að strönd Héraðsflóa muni geta færst innar um allt að 600 m. Verulegt framhjárennsli og náttúrulegt aðrennsli munu þó viðhalda framburði í ánni um ókomna tíð. 8. Áhrif af veitu dökulsár á Fjöllum á strandsjó Þrjár stórár renna til sjávar á austanverðu Norðurlandi: Skjálfandafljót og Laxá í Skjálf- andaflóa og Jökulsá á Fjöllum í Axarfjörð auk minni vatnsfalla, sem falla til sjávar þar. Ef af áformum um veitu Jökulsár á Fjöllum verður mun ferskvatnsstreymi til sjávar minnka í heild um 25-30%. Það stuðlar að því að draga úr blöndun milli yfirborðs- og djúpsjávar og stuðlar þannig að vorblóma þörunga í svifi og kann því að vera mikilvægur þáttur í dýralífi strandsjávar. Á grundvelli rannsókna á næringarefna- búskap sjávar við landið eru ekki taldar líkur á að þessar breytingar á ferskvatnsstreymi skipti máli varðandi næringarefnabúskap strand- sjávarins. Þessir þættir eru cnn í rannsókn hjá Hafrannsóknarstofnun. Jákvæð áhrif á strand- sjó við Héraðsflóa ættu að skila sér þar komi til þess að neikvæð áhrif yrðu í Axarfirði. Lokaorð Hér að framan hefur verið fjallað um helstu umhverfisrannsóknir, sem nú er unnið að vegna áætlana um virkjanir Jökulsár á Brú og Fjöllum. Virkjun þessara stórfljóta mun varða miklu íýrir hagnýtingu á einni mestu auðlind okkar Islendinga, vatnsorkunni, og má áætla að orkugeta þeirra nemi um 25% af virkjan- legri og hagkvæmri vatnsorku landsins. Því ber okkur skylda til þess að kanna vel alla mögu- leika í þessu skyni, velja þá kosti, sem valda minnstri röskun á umhverfi okkar þannig að saman fari skynsamleg nýting beggja auðlinda okkar, vatns og lands. 18 ...upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.